Kirkjuritið - 01.06.1957, Qupperneq 41
ÆFI JESÚ
279
kom til þess að leita allra týndra og frelsa þá. Hann vildi ekki drottna,
heldur þjóna og fóma lífi sínu. Menn gætu deytt hann, en hann myndi
rísa upp og koma aftur í skýjum himinsins. Allt þetta boðaði Jesús, og
gjörði þannig alla liluti nýja.
f““----------—--------f
-----------| Ritfregnir |-----------------------
+—-----------.—4
Merkileg bók.
The Scriptures of the Dead Sea Sect. —
Translation, Introduction & Notes by Theodor
H. Gaster. (London: Secker & Warburg, 1957).
Þetla er bók, sem marga, einkum guðfræðinga, mun fýsa að lesa. Hér
er um að ræða heildarþýðingu á hinum heimsfrægu Qumranhandritmn,
sem lesendur Kirkjuritsins kannast m. a. við af grein séra Guðmuindar
Sveinssonar í 3. hefti sl. ár. Höfundur hinnar nýju bókar er talinn einn af
kunnustu hebreskufræðingum, sem nú em uppi, og sérfræðingur varðandi
þá tíma Gyðingadómsins, sem roðlarnir em frá. Ritar hann fróðlegan og
Ijósan formála. Hann hefir og samið ýtarlegar og greinilegar skýringar.
Bókinni er skipt í fjóra höfuðkafla. Guðspjónustan, en þar greinir frá helgi-
siðum og siðareglum trúflokksins, er handritin skráði. Lofsöngvar, sáhnar
°g helgiljóð. Guðsorð, ritningabrot. Sigur Guðs, lýsing á lokabaráttu ljóss
°g myrkurs.
Tilgangur bókarinnar er sá, að gefa mönnum kost á að kynnast sjálfir
af eigin lestri Qumranhandritunum, sem til þessa hafa aðeins verið aðgengi-
feg fáeinum fræðimönnum. Getur síðan hver og einn skapað sér þá skoð-
un um gildi þeirra, er hann telur réttasta.
Því verður ekki neitað, að margt er þama merkilegt og fagurt og ég til-
f*ri hér lokaorð inngangsins, því að mér finnst þau varpa sönnu ljósi á
það, sem mest er um vert í þessu sambandi:
»Fornleifafræðingamir segja hellana við Dauðahafið heita og dimma.
Það mátti líka með sanni segja um deilumar, sem staðið hafa rnn það, sem
þoir hafa geymt. Nú er samt svo komið, að hollt mætti teljast að færa sig
dálítið úr hávaðanum, hatremminu og rykmekkinum og leitast við að meta
r‘t Bræðralagsins eingöngu með tilliti til þess, hvaða þýðingu þau hafa
fyrir trúarlega hugsun og innsýni. Þau em dæmigerð þess, sem margoft
Irefir orðið fyrr og síðar. Ljóst dæmi um andlega reynslu sértrúarflokks,