Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 10
248
KIRKJUHITXÐ
verið á Hólum þennan dag. T. d. séra Matthías, Þórhall biskup, séra
Bjarna Þorsteinsson og marga fl. Nokkrar konur voru þarna á skautbún-
ingi, svo sem frú Sigríður, kona séra Bjarna, sem var klædd þeim feg-
ursta búningi, sem ég hefi séð, frú Dórótea, kona séra Sigurðar þá á Ljósa-
vatni, og fl. Ekki komst alllt fólkið í kirkjuna. Við Stefán, maður minn,
vorum svo lánsöm að komast inn. Ég ætla að taka það fram, að kirkja
og kór voru þá í einu lagi, og upphækkaður pallur, sem söngfólkið stóð á
til vinstri handar í kirkjunni, þegar inn var gengið. Hvar, sem maður
sat í kirkjunni, sá maður allt, sem fram fór inni í kórnum. Séra Sigfús
á Mælifelli þjónaði fyrir altari, hann var raddmaður góður og tónaði
með tónlagi séra Bjama og tónaði ágætlega. Séra Þórhallur biskup vígði
séra Geir. Mikil var glæsimennska hans, þegar hann var klæddur hinni
fögru biskupskápu, stóð fyrir framan altarið og framkvæmdi vígsluna.
Séra Geir flutti svo ræðuna, og man ég sumt úr henni enn þá, og allt,
sem fram fór í kirkjunni, sé ég þegar ég hugsa um það, eins og ég sá
það daginn, sem þessi athöfn fór fram í Hólakirkju. Aður en úr kirkju
var gengið, vax tilkynnt, að fólk mætti koma í kirkjuna aftur eftir stutta
stund og skoða bæði kápuna, sem séra Þórhallur var í og eins kápuna,
sem séra Geir var vígður í, var það kápa Jóns biskups Arasonar, og þótti
manni gaman að skoða þær. Svo útskýrði Matthías Þórðarson allar mynd-
imar á hinni fögru altaristöflu, og séra Matthías las upp nokkur kvæði
sín, svo þessi stund í kirkjunni var mjög ánægjuleg, eins og öll þessi ferð
til Hóla, frá upphafi til enda, og ég er Guði og mönnum þakklát fyrir
að hafa fengið að njóta hennar.
Elísabet Guðmundsdóttir frá Gili.
Ef allir væm sannkristnir, mundi hver maður gera skyldu sína, fólk
mundi hlýðnast lögunum, stjórnarvöldin vera óspilt, og hvorki fyrirfyndist
hégómaskapur né munaður í því ríki. — Rousseau.
Berðu krossinn, ef þú ætlar þér að öðlast kórónuna. — Pálinus biskup.
Þú skalt umgangast mennina eins og Guð sæi þig, og tala við Guð
eins og mennimir heyrðu til þín. — Seneca.
Enginn prédikar betur en maurinn, sem ekkert segir. — Franklin.
Andlit hans var eins og blessun. — Cerventes.