Kirkjuritið - 01.06.1957, Side 21

Kirkjuritið - 01.06.1957, Side 21
SAMVINNUNEFND NORHÆNNA PRESTAFELAGA 259 sjálfur ritað á þýzku, og er honum mjög umhugað um, að ísl. kirkjusaga fái þar sinn skerf, til jafns við önnur Norðurlönd. Er bók þessi samin að tilhlutun alkirkjuráðsins. Rætt var um væntanlega för til Gyðingalands í haust. Kom þá í ljós, að lítil sem engin þátttaka verður frá Finnum og Dönum, þar eð þeir hafa önnur sambönd, er þeim eru hent- ugri. Aftur á móti höfðu borist umsóknir frá Noregi, Svíþjóð og íslandi. Ferðin yrði því farin í haust, og eiga væntanlegir þátttakendur að snúa sér til Brand-útgerðarinnar í Sykkelven, Noregi. Gert er ráð fyrir fræðilegum fyrirlestrum um borð í skipinu. Nokkuð var rætt um reglur fyrir samstarfi prestafélaganna í framtíðinni, og var þeim dr. Goddal og dr. Hassler falið að gera drög að slíkri reglugerð, og eiga síðan stjórnir allra presta- félaganna að fjalla um þau hver fyrir sig. Ekki þarf að taka það fram, að viðtökur af hálfu Finna voru hlýlegar í allan máta. Hinir erlendu fulltrúar voru gestir presta- félaganna meðan á fundinum stóð. Hitti ég nokkra presta er verið höfðu á norræna prestafundinum hér í fyrra sumar, °g naut gestrisni þeirra og fyrirgreiðslu. Sunnudaginn, áður en fundurinn hófst, prédikaði ég í tveim kirkjum í Helsingfors (Tölö-kirkju og Jóhannesarkirkju) og flutti um kvöldið fyrir- lestur um íslenzka kristni, í samkomusal eins safnaðarins í borg- funi. Daginn eftir var mér boðið í ökuferð til Espo, en þar er landslag fagurt. Komum við þar heim til presta, sem verið höfðu með í Reykjavík í fyrra, og tóku þeir okkur opnum örmum. Hið finnska prestafélag á 40 ára afmæli næsta ár, og verður það hátíðlegt haldið seint í janúarmánuði. í sambandi við af- niælið verða guðfræðilegir námsdagar við háskólann í Helsing- f°rs með fyrirlestrum frá ýmsum löndum. Mun öllum guðfræð- mgum heimil þátttaka í þessu námskeiði. Verði einhverjir ísl. pi'estar eða guðfræðistúdentar staddir í Finnlandi eða annars- staðar á Norðurlöndum næsta vetur, ættu þeir að tilkynna það stjorn prestafélags íslands, svo að hægt sé að gera ráðstafanir th þátttöku. Jakob Jónsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.