Kirkjuritið - 01.06.1957, Side 31

Kirkjuritið - 01.06.1957, Side 31
ÆFI JESU Nafnkunnur guðfræðingur, prófessor Ethelbert Stauffer í Erlangen.. hefir nýlega ritað um æfi Jesú og hyggst þar lítt að rekja troðnar slóðir. Hann leggur höfuðáherzlu á það að rannsaka stjórnmál fomaldarinnar, félagsmál og fjárhagsmál, réttarfar og skattamál, trúarlíf og helgilög, vísindi, þjóðtrú og hjátrú, heimspeki og bókmenntir, goðafræði og fom- fræði. Því næst fellir hann frásagnir guðspjallanna inn í sögulegt um- hverfi þeirra. Við þetta fellur nýtt og sérkennilegt ljós yfir margt, og bak- hjarl guðspjallanna birtist og samhengi viðburðanna i æfi Jesú, svo að kleift verður að draga upp mynd af boðskap hans. Þannig lleitast Stauffer við að greiða fram úr því vandamáli, sem lengst af hefir verið talið torleyst. Nlenn hafa látið sér nægja að lýsa því yfir, að þeir viti í raun og veru mjög lítið um Jesú sögulega séð, °g það fátt, sem þeir viti, sé ekki einu sinni alveg áreiðanlegt. En það er nú það eina, sem vér eigum yfir að ráða. Og þess vegna er ekki annars kostur en halda sér við það eins og það kemur fyrir. Skal hér nokkuð greint frá athugunum Stauffers: Kristindómurinn er reistur á opinberunum ,sem sagan geymir. Þess vegna er það augljóst, að trúnni stafar liáski af því, ef hún sér sögulega viðburði, sem hún taldi opinberun frá Guði, snúast í villu, svima og óvissu. En sé það satt, sem vér trúum, að Guð liafi birzt þeim, þá em sögu- feg sannindi hornsteinn trúarinnar, sem a'ldrei getur staðið á sama um. Þess vegna hlýtur spurningin um það, hvað vér fáum vitað sögulega um ®fi Jesú og boðskap hans, sífellt að sækja á, aftur og aftur. Vilji guð- fræðingar ekki sinna henni, munu aðrir leggja hana fyrir sig. Það er hlutverk sagnfræðingsins að leiða sögulega í ljós sannleikskjarnann, en trúarinnar að játa eða hafna sannleikanum um Jesú sem guðlegri opinber- uu- Sagnfræðingurinn stendur í þjónustu trúarinnar, er hann vinnur að því að skýra sannleikann um þá atburði, sem trúin sér Guð birtast í. Með þeim kjömm hefir Guð veitt oss opinbemn sína, og er vízka hans roeiri en vor.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.