Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Side 4

Kirkjuritið - 01.05.1959, Side 4
194 KIRKJURITIÐ að, og gjörir þau fær um að efla frið milli þjóða og kynþátta. Vér skulum því fagna nálægð Heilags Anda Guðs. Ber- um á ný vitni um mátt hans til þess að gerbreyta öllu. Vegsömum Guð og njótum ávaxta Anda hans, sem kom til þess að leiða oss til meiri lífsfyllingar, nú og um aldur. Bæn Williams Temple erkibiskups: Blessaði Jesús, þú holdi klæddi kærleiki og sannleiki Guðs, hreinsa oss af öllu því, er skyggir á eða skekkir mynd þína. Fyll oss trausti til þín, svo að vér látum af persónulegri keppni og hvílum í þér. Þú, ljós heimsins, skín í hjörtu vor, svo að geislar birtu þinnar, sem vér þekkjum úr dreifingunni, megi safnast saman í hreinan ljóma dýrðar þinnar, er komi fram í sameining vorri við þig. Þú lamb Guðs, sem ber burt synd heimsins, lauga sálir vorar hreinar af synd. Sameina oss í þér og hvern öðrum í þér fyrir leyndardóm heilagrar holdtekju þinnar, fyrir angist þína og blóðsvita, fyrir kross þinn og kvöl þína, fyrir dýrlega upprisu þína og himnaför, og fyrir komu Heilags Anda, svo að vér getum orðið eitt með þér og í þér, eins og þú ert eitt í Föðurnum, svo að heimur- inn geti trúað því, að þú sért Frelsari hans, Guð bless- aður um aldur. Dr. John Bcdlie [fulltrúi kirkju Skotlands] Otto Dibelius bislcup [fulltrúi Lútersku kirkjunnar þýzku] 8. U. Barbieri biskup [fulltrúi Meþódista kirkjunnar í Argentínu] Mar Thoma Juhanon [höfuðbiskup sýrlenzku kirkjunn- ar á Indlandi] Henry Knox SherrUl biskup [fulltrúi Biskupakirkju Mótmælenda, Mass.].

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.