Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Síða 15

Kirkjuritið - 01.05.1959, Síða 15
KIRKJURITIÐ 205 Þjóðkirkjan vinsœlli en margur heldur. Þetta kom nýlega í ljós í Svíþjóð. Þar er ekki mikil kirkju- rækni, og talið, að allur almenningur láti sig trúmál litlu skipta. En nokkuð annað kom upp á teningnum við skoðanakönnun í málinu. Eftirfarandi spurning var lögð fyrir um 750 menn eldri en 15 ára í 170 söfnuðum víðs vegar um allt landið: Hvað munciuð þér gera, ef menn vœru ekki lengur skyldir til að telja sig til þjóðkirkjunnar? Svörin voru sem hér segir: 72 af hundraði kváðust mundu sækja um inngöngu í kirkjuna. 19 af hundraði sögðust ekki mundu ganga í kirkjuna. 9 af hundraði voru óákveðnir. Greinilega kom í ljós, að kirkjan átti enn meiri ítök í sveita- fólkinu en borgarbúunum. 82 af hundraði hinna fyrrnefndu lýstu því yfir, að þeir mundu ganga í kirkjuna, en 64 af hundr- aði meðal borgarbúa. Sennilega kæmi svipað á daginn hérlendis, ef þjóðaratkvæða- greiðsla færi fram um það nú, hvort skilja ætti ríki og kirkju. Eg held, að almenningur meti kirkjuna meira og þyki vænna um hana en hann sýnir í verki eða jafnvel gerir sér ljóst. Og er það vel, þótt hitt þyrfti að aukast, að menn gættu skyldu sinnar innan þess félagsskapar. Búskapur sveitapresta. Önnur frétt frá Svíþjóð hermir, að nú séu tíu ár liðin frá því að síðustu prestarnir lögðu niður búskap þar í landi. Þetta vek- ur til umhugsunar um þá þróun, sem gerzt hefur hér síðustu áratugina. Æ færri prestar fást við búskap, og ýmsir, sem byrja prestsskap, veigra sér við að leggja út í hann. Hér er ekki rúm 01 annars en rétt nefna þetta mikilsverða mál. Ég veit, að á þvi eru margar hliðar og næstum ósigrandi erfiðleikar valda Því, að svo horfir, að búskap presta verði vart haldið við í framtíðinni. En ég harma það sáran, ef svo fer, og tel það raun- ar mikinn þjóðarskaða. Sjálfur hefði ég ekki viljað vera sveita- Prestur án þess að búa. Fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að það er ómetanlegt, að presturinn lifi sem mest lífi safnaðarins. f öðru lagi af því, að búskapurinn er líka að vissu leyti guðs- Þjónusta, eins og Þórhallur biskup mun hafa litið á. í þriðja lagi verður því ekki neitað, að sumir prestar hafa fyrr og síðar

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.