Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Qupperneq 20

Kirkjuritið - 01.05.1959, Qupperneq 20
Kirkja Óháða safnaðarins. Vígö á sumardaginn Jyrsta, 23. ayríl 1959. Kantötutexti. Hér er prentaður kvæðaflokkur í þremur þáttum, and- legs efnis, Fœöingin, Krossfestingin og Upprisan, ortir fyrir vígslu kirkju Óháða safnaðarins og tileinkaðir þeirri kirkju. Karl O. Runólfsson tónskáld er að semja kantötur við kvæða- flokkinn, og voru þættir úr einni þeirra, Upprisunni, fluttir í fyrsta sinn við upphaf vígsluathafnarinnar. Kvæðaflokkurinn er ortur út af Jólaguðsjallinu, Píslarsögunni og Páskaguðspjall- inu, eins og heiti þeirra benda til, og eru kantöturnar við þá síðar ætlaðar til flutnings í kirkjum á jólum, föstudaginn langa og á páskum. Karl O. Runólfsson hefir því við þetta sérstaka tækifæri auðgað íslenzka kirkjutónlist almennt. Emil Bjömsson. I. Fæðingin. Himinstjarna hrein mitt í myrkri nœtur skín meö skœrum Ijóma; lifnar lauf á grein, líöur ilmur sœtur, huliösstrengir hljóma. Frumgetinn soninn fœddi þessa nótt fegursta mœr og lagöi ’ann blítt og rótt í lága jötu viö Ijómann frá himinstjörnu. Himnar opnast, angur bœtist, englar syngja, stjarna blikar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.