Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Qupperneq 26

Kirkjuritið - 01.05.1959, Qupperneq 26
Ólafur B. Björnsson, Akranesi. Ólafur B. Björnsson ritstjóri lézt að heimili sínu á Akra- nesi 15. maí, og var jarðsett- ur 22. s. m. að viðstöddu miklu f jölmenni. Ólafur var landskunnur maður vegna farsælla afskipta af mörgum málum, og svo ein- dreginn stuðning veitti hann kirkjumálunum, bæði heima og heiman, að í hópi leikmanna voru þeir áreiðanlega fáir, sem betur gerðu á siðustu áratug- um. Alla ævi var hann einlæg- ur trúmaður og þráði, að áhrifamáttur kristindómsins mætti verða sem mestur í þjóð- lífinu. Að því studdi hann af lifandi áhuga og með margháttuðu starfi. Ég sá Ólaf B. Björnsson fyrst í fundarstjórasæti á kirkju- fundi fyrir 30 árum. Nokkru síðar lágu leiðir okkar saman á Akranesi, er ég var settur sóknarprestur þar um tæplega eins árs skeið 1932—1933. Tókst þá með okkur vinátta, sem aldrei bar skugga á síðan. Heimili þeirra hjóna var frjálst og alkunn- ugt að góðvild og gestrisni. Þar áttum við hjónin margar ógleymanlegar yndisstundir, sem við minnumst síðan með þakklátum huga. Fæddur var Ólafur Björnsson á Akranesi 6. júlí 1895, sonur hjónanna Björns Hannessonar Ólafssonar Stephensens og Katr- ínar Oddsdóttur, prests að Rafnseyri Sveinssonar. Ólafur var gæddur fjölþættum gáfum, háum hugsjónum, leiftrandi áhuga og ríkulegri starfsorku, svo að segja mátti, að hann væri hamhleypa til starfa. Merkilegt má það kallast, hversu mikið honum varð úr hæfileikum sínum, þrátt fyrir það, þó að hann nyti ekki kennslu í neinum skóla nema barnaskóla. Á yngri árum tók hann virkan þátt í ungmennafélagshreyf- ingunni og góðtemplarareglunni og mótaðist af hugsjónum

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.