Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Page 29

Kirkjuritið - 01.05.1959, Page 29
KIRKJURITIÐ 219 sól. Aldrei hafa akrarnir skilað öðrum eins arði. Aldrei önnur eins Guðsblessun komið í þetta bú. Hér eru allar áhyggjur fjarri, því að hann, sem fæðir fugla himins og klæðir liljurnar á mörkinni, hefir séð vel fyrir öllu, meira en vel. Vér stöndum í hlaðvarpanum, gestir, og njótum þessa fagra síðsumarkvelds. Ó, hve lífið er auðugt! Ó, hve Guð er góður! Nú sjáum vér, að neðan traðirnar upp bæjarhólinn þokast maður. Undarlega er gangur hans þungur á svo dýrlegum degi. Hann kemur nær. Þetta er stórbóndinn sjálfur. Af vörum hans hljómar ekki gleðisöngur eftir svo góðan dag, svo gagnsamlegt og blessað sumar. Þreytustuna líður af vörum hans, þegar hann gengur síðustu sporin upp hlaðvarpann. Engan gleði- glampa er að sjá í augum hans, er hann stendur þarna á bæjar- hólnum og horfir yfir fegurð landsins síns, yfir fjölda korn- stakkanna út um alla akra. En þreytulega horfir hann á hlöð- ur sínar, því að nú bíður eitt erfiðið öðru heim. Hann hefir aldrei átt önnur eins kynstur af korni og nú. En kornið heimt- ar hlöður, nýjar hlöður. Stærri hlöður. Áhyggjurnar vaxa. Bakið bognar. Hér er enginn tími til hvíldar. Oft hafði konan hans sagt við hann, þegar vel hafði árað, að hann skyldi fara sér hægar, búið væri orðið nógu stórt, akrarnir nógu víðlendir, og þau hefðu nægtir alls og miklu tneira en það. Nei, hann mátti ekki hvíla sig. Þeir skyldu ekki sjá það, skussarnir hinir, að hann slakaði á klónni. í kvöld átti að hugsa. I kvöld átti að reikna. Á morgun skyldi hressilega verða haf- izt handa um að byggja nýjar hlöður. Já, á morgun. Þann morgun leit ríki hóndinn, gæfumaðurinn, aldrei. Þá var harmur í þessu stóra húsi, eins og dimmir skuggar flögruðu um akra og engi. Fuglarnir sungu ekki. Fólkið gekk þögult um. Allt var hljótt. Um alla útreikningana, ráðagerðirnar um nýju hlöðurnar, vissi enginn. Einn hafði bóndinn verið með reikningsdæmin, Þagar höfuð hans hné máttvana í næturkyrrðinni ofan á borð- ið> hjartað hætti að slá, og hljóður gestur, sem enginn hafði orðið var við á bænum, hafði vafið blásnauða, allslausa sál hins auðuga manns í faðmi og borið hana burt.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.