Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Page 33

Kirkjuritið - 01.05.1959, Page 33
Séra Runólfur Marteinsson. Fyrstu kynni mín af séra Runólfo urðu, er ég var 11 ára drengur á Moutain í Norður-Dakota. Hann dvaldist þar sumar- tíma ásamt konu sinni, Ingunni Bardal Marteinsson, og veitti forstöðu íslenzkum sumarskóla fyrir börn. Strax við fyrstu kynni kom í ljós, hver voru hjartfólgnustu áhugamál hans, þau: Kristindómur annars vegar, en hins vegar allt, sem íslenzkt var, einkum þá móðurmálið. Reyndar var til sumarskólans stofnað til að kenna kristin fræði og íslenzku, og séra Runólfur naut sín því vel, en þessum efnum var mest af lífi hans helgað. Séra Runólfur fæddist á íslandi 26. nóvember 1870, og var því á 89. aldursári, er hann hlýddi hinu hinzta kalli Guðs snemma í síðastl. mánuði. Hann fluttist til Winnipeg í Mani- toba árið 1883 og var í nokkur ár hjá móðurbróður sínum, séra Jóni Bjarnasyni, sem þá var prestur við Fyrstu lútersku kirkj- una í Winnipeg. Hann gekk í Gustavus Adolfus menntaskólann í borginni St. Peters í Minnesota, en það var sænsk-lútersk stofnun. Vorið 1895 lauk hann prófi frá þeim skóla, en um haustið hóf hann nám við Maywood-prestaskólann í Chicago í Illinois, og lauk prófi þaðan eftir glæsilegan námsferil. Hann var talinn mestur námsmanna þeirra Vestur-Islendinga, sem útskrifuðust frá þessum skóla, en við hann námu flestir ís- lenzkir prestar í Ameríku áður fyrr. Fyrsta brauð séra Runólfs var Nýja ísland í Manitoba. Prestsetrið var á Gimli. Svæði því, sem hann þjónaði þá við erfið skilyrði, er nú skipt í þrjú prestaköll. En séra Runólfur vann baki brotnu og var iðinn og fórnfús í starfi sínu til efl- iugar Guðs ríkis. í Nýja íslandi þjónaði hann frá 1900 til 1910. Nánar kynntist ég séra Runólfi, þegar ég varð prestur á Gimli Ijörutíu árum síðar, og þá voru enn greinileg áhrif frá starfi

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.