Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Síða 35

Kirkjuritið - 01.05.1959, Síða 35
Kirkja Óliáða safnaðarins í Reykjavík. Á sumardaginn fyrsta vígði herra biskupinn yfir íslandi þessa kirkju, sem risin er af grunni í Holtunum, skammt frá Stýrimannaskólanum. Kirkjan ásamt félagsheimili er nú full- gerð að innan. Hún er teiknuð af Gunnari Hanssyni, einföld og óbrotin að allri gerð, en hin vistlegasta og mjög hentug. Prestur safnaðarins, séra Emil Björnsson, og formaður safnaðarnefnd- arinnar, Andrés Andrésson klæðskerameistari, munu hafa bor- ið mestan hita og þunga af framkvæmdinni, en fjölmargir aðr- ir lagt hönd að verki af miklum dugnaði og fórnfýsi. Kostn- aður við bygginguna fullgerða er talinn að verði um tvær milj- ónir. Er það undralítið. Meðal margra ágætra gjafa, sem kirkj- unni hafa borizt, eru: Altarisklæði og hátíðahökull frá Kvenfé- lagi safnaðarins, skírnarfontur gerður af Ásmundi Sveinssyni frá Bræðrafélagi safnaðarins, altarisgöngusilfur frá Andrési Andréssyni og prédikunarstóll, sem Björn Þorsteinsson smíðaði °g gaf. 15

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.