Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 6

Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 6
Ljós heimsins. Það efni, sem hér birtist, er sent út af nefnd þeirri, sem undirbýr hið samkirkjulega þing æskunnar, er halda skal á sumri komanda í Lausanne, þann 13.—24. júlí. Þetta er einn kafli af fimm, sem í heft- inu eru, en hann hefur grundvallandi þýðingu, þar sem það efni, er hann fjallar um, á að varpa Ijósi yfir allt hitt. I þýðingunni er nálega engu sleppt, nema fáeinum setningum, er koma aftur fyrir í öðrum samböndum. Það er von Æskulýðsnefndar og þýðanda, að það efni, er hér um ræðir, megi verða kirkju vorri, sonum hennar og dætr- um, til blessunar. Þar sem talsverður orðamunur er á þýðingum Biblíunnar, hefur sá kostur verið tekinn að þýða enskuna eins og hún kom fyrir í textanum. Vitnað er til verka eftir P. Evdokimov og Henri C. Troadec og A. Cliouraqui. — Jóhann Hannesson. JESÚS KRISTUR, LJÓS HEIMSINS. Inngangur aö efni til biblíurannsókna. Ljósið, sem er táknmynd af lífi Guðs og kærleika hans, er mjög þýðingarmikið efni í ritum Jóhannesar guðspjallamanns og nær hámarki sínu í hinni voldugu kristólógisku setningu: Ég er Ijós heimsins (Jóh. 8,12 og 9,5). En til þess að skilja alla dýpt og vídd þeirrar merkingar, sem þetta felur í sér, verðum vér að láta þennan texta komast í hið rétta samhengi í hinni biblíulegu opinberun í heild. Hvaða merkingu hefur orð- ið ,,ljós“ hjá hinum trúaða manni hins Gamla og Nýja testa- mentis? Hvenær finnur hann hliðstæðuna milli ljóssins í eðl- isfræðilegum skilningi og hins guðdómlega lífs og starfs? I hvaða merkingu sér hann ljósið í þessum heimi eins og mynd og endurspeglun af því ljósi, sem enginn fær nálgazt, af því ljósi, sem enginn maður hefur litið né litið getur? 1. Tim. 6, 6. Vér komumst ekki yfir að athuga alla þá ritningarstaði, sem eru meir en hundrað — í báðum testamentum, en vér munum draga fram hina þýðingarmestu staði. En tala þeirra bendir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.