Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 7

Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 7
IÍIRKJURITIÐ 149 Þó á, hve þýðingarmiklir þeir eru og hve þetta efni er mikið í rnáli Biblíunnar. Vér vitum, að Austurkirkjan hefur á þessu efni alveg sérstakar mætur. í liturgíum sinum hefur hún yndi af að syngja um hið guðdómlega ljós, og önnur vika föstunnar er kunn sem „vika ljóssins“, og er athyglinni þá beint að helg- un hinna trúuðu: „Lát ásjónu þína lýsa, ó Drottinn, á þá, sem eru að búa sig undir hina heilögu, guðdómlegu upplýsingu °g upplýs þá huga þeirra“ (1). I. Ljós í Gamla teslamentinu. Og Guö sagði: Veröi Ijós! (I. Mós. 1,1—4). Guö talar, og það sem hann segir, þaö er. Yfir tómri og form- lausri jörðu, glundroða og myrkri, skín dýrð hins fyrsta morg- uns. Og sjá, ljósið er gott. Annað verk Guðs er að greina ljós frá myrkri. Hann gefur nafn deginum og nóttunni, en það er, samkvæmt biblíulegri notkun orðsins, að hann gefur hvoru um sig aðgreinda tilveru hjá sér, hann skilgreinir þau. Guð drottn- ar í yfirveldi sínu yfir ljósi og myrkri: Þinn er dagurinn, þitt er einnig ljósið, þú hefur gert lýsandi himintunglin og sólina. (Sálm. 74, 16). Að dagar og nætur skiptast á, það heyrir undir jarðneska ráðstöfun Guðs (1. Mós. 8, 22). Það er gjöf frá Guði, er gefur u^anninum daginn til starfa og nóttina til hvíldar (Sálm. 104, ®~23). En myrkrið mun ekki ríkja að eilífu (Jes. 9,1). í borg Guðs (á himni) mun nóttin ekki framar til vera (Op. 22, 5). Hin fyrsta tilvitnun krefst þriggja skýringa: a) Hún bægir frá upphafi burt allri náttúrudýrkun, allri pan- Þeistiskri dulspeki (mysticism). Ljósið er sköpunarverk Skap- arans, það er mynd og endurspeglun af dýrð hans, en ekki meira. Þ) Andstæðan ljós-myrkur heyrir jörðunni; þar er ekki um uð ræða tvenn eilíf öfl, eins og í hinum persneska dúalisma. Guð er framvegis einnig Drottinn næturinnar og augu hans sJa gegn um hið svartasta myrkur. Þegar hið skæra ljós ríkis Þans skín á alheiminn, mun myrkrið að síðustu hverfa. c) Myrkrið á sér ekki sjálfstæða tilveru, það er aðeins skuggi, fjarvist ljóss. Ljósið aftur á móti verður aldrei hugsað „in ab-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.