Kirkjuritið - 01.04.1960, Side 8

Kirkjuritið - 01.04.1960, Side 8
150 KIRKJURITIÐ stracto" (þ. e. án þess að það lýsi): Það sýnir sig í árangri sín- um, hlutur, sem varpar Ijósi á aðra hluti. í samræmi við hebreska hugsun er hinn skapaði heimur „dæmisaga" um líf og guðlega virkni. Hann endurspeglar þetta hvort tveggja. Allt frá sköpun heimsins er hans ósýnilega eðli, það er han eilífi máttur og guðdómur, greinilega skilinn í þeim hlutum, sem gerðir hafa verið (Róm. 1, 20 eftir enskunni). 2. Hin liókstaflega merking og hin myndræna merking: Ljós, dýrð, eldur. Austurlönd og hinir semítisku menn þekkja töfra ljóssins, en vér höfum séð, að sköpunarsagan fjarlægir sérhverja nátt- úrudýrkunnarkennda túlkun á ljósinu. Þegar sálmaskáldið stendur frammi fyrir ljósadýrð heimsins, þá er það skaparinn, sem hann er að tilbiðja (Sálm. 8,1-4). Ljósið er táknmynd af hamingju, fögnuði, lífi og réttlæti. En stundum mætast báðar merkingar, hin bókstaflega, eðlislæga og hin táknræna, þegar eðlislægt ljós verður „tákn“ um nærveru Guðs. Hebreska orðið ör er sterkara en franska orðið „lumiére" og gefur til kynna, að um sé að ræða hugsjón ljóssins, fegurð og Ijómandi útlit. Þess vegna verður svo mikill þróttur í orðalagi sálmaskálds- ins: Drottinn er mitt Ijós. Orðið káböd, sem vér þýðum með „dýrð“, merkir fyrst og fremst það ljós, sem fylgir sérhverri birtingu Drottins (Jahve) eða engils hans (2). í þessari sýni- legu mynd ljóssins, ljóslindarinnar og skærleikans er það eign- að Drottni; og veru hans, nærveru og virkni er lýst með því að lýsa eðlilegum ljósfyrirbærum, svo sem eldingum, sól og eldi, og hún er viðurkennd í þessum fyrirbærum. Alveg eins og ljósið þarf ekkert jafnframt sér til þess að vera ljós og gefa Ijós frá sér, þannig er dýrð Guðs og vegsemd sá máttur, sem hann hefur vald á til að kynna sig og opinbera sjálfan sig í að- greiningu frá öllu, sem ekki er hann sjálfur. Á þennan hátt er Drottinn dýrðlegur. Á þennan hátt heyrir dýrðin honum og honum einum. Hann einn er ljós í eiginlegri og raunveru- legri merkingu. Allt þessa heims Ijós og öll önnur vegsemd — sér í lagi öll mannleg vegsemd — getur aðeins endurspeglað Guð (3). Guð er ljós og eldur. Sólin lýsir og vermir, í geislum sínum

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.