Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 11
KIRKJURITIÐ 153 þetta kvelur hann þar sem hann liggur og þjáist. Á hinum seinu næturstundum snýr hann sér frá vizku og heilabrotum vina sinna og ákallar lausnara sinn. „Og eftir að húð mín hef- ur þannig verið eyðilögð, þá mun ég án holds míns sjá Guð“ (Job. 19, 26). Þannig er Job, sem hafnað var fyrir engar sakir, ofurseldur árásum Myrkrahöfðingjans, orðinn að mynd af hin- um Eina Sanna, er yfirgefinn var og sagan veit frá að greina, það er af Jesú Kristi. 5. Dagur Drottins hjá spámönnunum og dagrenning Messíasar. Spámennirnir aðvara þá, sem allt of einfaldlega óska þess „Dagur Drottins" renni upp. Amos segir, að það muni verða dagur myrkurs, en eigi ljóss fyrir þá, sem hafa smáð nafn hans (Am. 5,18). Sjá einnig Jesaja 5, 20 og 21,12 og 10,12-17 og 454, 7. En hinn sérstæði spádómsboðskapur er, samkv. Jesaja um sigur Ijóssins yfir myrkrinu. Sá lýður, sem gengið hefur um í myrkri, hefur séð mikið ljós, a þá hefur ljós skinið, er áður bjuggu í landi niðamyrkurs (Jes. -*-» 1—5). Ljósið er ljós Guðs orðs (Jes. 2,1-5) og það heyrir hinum konunglega Messíasi, er kemur með frið og réttlæti (Jes. p> 5, sbr. 11,1-10), það er ljós hins líðandi þjóns, er ber synd- lr lýðs síns. Hann mun opna augu hinna blindu, hann mun leiða þá út úr fangelsi, er í myrkrinu sitja, hann mun verða ljós Þjóðanna (Jes. 42,1-7 og 49,1-7, sbr. 52,13 til 53,12). Frammi fyrir hinum voldugu í þessum heimi, sem enda munu *fi sína í afgrunnsdjúpinu, rís hinn trúi vottur, hinn sundur- ki'amdi og líðandi þjónn. Endurleysandi kærleikur hans mun leiöa þjóðimar aftur (á rétta leiðj og u'p'plýsa þjóðirnar. I von á hann, er koma skyldi, biðu hinir trúföstu í ísrael eftm „Sól Réttlætisins", sem flytur með sér lækningu á vængj- Um sér (Malakí 4, 2). En ísrael er ekki aðeins boðberi ljóssins, heldur verður þjóðin að vera mynd, sem táknar Ijósið. Það er því að framkvæma réttlæti og kærleika, að þjóðin verður sannsögult vitni Guðs orðs og að ljós hennar mun skína inn í myrkur veraldarinnar (Jes. 56, 6-10). Hér erum vér komnir að sjálfum fagnaðarboðskapnum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.