Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 12
154
KIRKJURITIÐ
II. Kristur, Ijós heimsins.
Vér höfum fært sönnur á að Gamla testamentið sýnir, að
kenning Jóhannesar um ljósið á sér rætur í hinni hebresku
erfikenningu. í Kristi rís „Réttlætissólin" upp yfir heiminum.
í Kristi fær hin leifturskæra ásjóna Guðs, sem enginn maður
þolir að sjá, ásjónu manns, svo að sá, sem sér hann, sér Föð-
urinn. í Kristi verður hið eilífa Orð, það orð, sem skapaði heim-
inn, lífið, ljósið og sannleikann. í Kristi fær baráttan milli hins
réttláta og hins óguðlega sína hinztu merkingu, það er með
myrkrinu á Föstudaginn langa allt til sigursins á Páskadag.
1. Forspjall Jóhannesar, Jóli. 1, 1—18.
Fyrstu orð guðspjallsins minna þegar á upphaf fyrstu Móse-
bókar: Orðið er hjá Guði og Orðið er Guð; það er þegar allir
hlutir verða til, það er líf og ljós. Ekkert er til án þess. Það,
sem fyrir liggur að kunngera um örlög heimsins, snertir gjör-
valt mannkyn. Sonurinn er það Guðs orð, sem sent er til heims-
ins, ásjóna Guðs, er að heiminum snýr allt frá upphafi ald-
anna. (Sjá Jóh. 17, 5 og I. Kor. 8, 6 og Kol. 1, 5-17).
a) Heimurinn samkvæmt kenningu Jóhannesar.
í guðspjalli Jóhannesar er heimurinn (Kosmos) stundum all-
ur hinn skapaði heimur, en þó oftar mannkyniö í lieild. Fyrir
syndafallið er heimurinn fallinn út úr samfélaginu við Guð,
sem er líf, ljós og kærleikur; hann er kominn undir vald þess,
sem Jesús nefnir höfðingja þessa heims (Jóh. 13, 31 og 14, 30,
sbr. I. Jóh. 5,19). En ljósið hefur ekki hætt að skína á þennan
heim (I. Jóh. 1, 5), og hann heldur áfram að vera verkefni fyrir
endurleysandi kærleika Guðs (Jóh. 3,16 og 6, 51 og 17, 20-21).
Að orðið heimur hefur fleiri merkingar en eina, kemur til
af því, að það er stundum notað til að sýna fram á það svæöi,
þar sem skapandi og endurleysandi verk Guðs er unnið og
stundum notað til þess að tákna þau öfl myrkursins, sem berj-
ast gegn því, að Guð fái unnið þetta verk (Jóh. 1,10 og 8, 23
og 17, 6. v. og 9. v.). Þessi tvíræðni á rætur sínar að rekja til
raunveruleikans, til þeirrar staðreyndar, að um er að ræða