Kirkjuritið - 01.04.1960, Síða 18
160
KIRKJURITIÐ
fyrir þá náð, sem hann hefur gefið oss. Vér verðum að vinna
aftur þann skírleika, sem vér höfum glatað.
Kirkjan er í Ijósinu og hún hreyfist í áttina aö Ijósinu. Þekk-
ing vor er takmörkuð, vér sjáum ekki ennþá augliti til aug-
litis (I. Kor. 13,12). En sá dagur kemur, að vér munum verða
honum líkir, af því að vér munum sjá hann eins og hann ei'
(I. Jóh. 3, 2-3). í þessu er eftirvænting vor og von. Hér er um
að ræða umbreytingu, sem verður ekki fullnuð fyrr en á efsta
degi, en verk Heilags Anda hér og nú er að ummynda oss eftir
líkingu Krists. Hér finnum vér aftur sama mismun í áherzlu,
sem vér áður fundum í sambandi við forspjallið milli kenningar
Vesturkirkjunnar, sér í lagi mótmælenda og Austurkirkjunnar.
Önnur undirstrikar það, sem felst í orðunum nú þegar, hin
orðin: ekki ennþá.
Mótmælandi gleymir því ekki, að hann er til hinztu stundar
syndugur maður. Og það ljós Guðs, sem hann gengur í, sem
hann er kallaður til að endurspegla, er ekki hans eigin eign,
heldur hefur varanleiki þess enga aðra tryggingu en trúfesti
Guðs sjálfs.
En veit hann nóg til þess að fagna í því? Veit hann nógu
vel um undur, fögnuö og Ijóma, sem er honum opinberað, og
hefur hann næga löngun til þess að lofa það og skoða? Kenn-
ing Austurkirkjunnar neitar ekki neinu af þessu, en hún undir-
strikar meir en vér gerum gjöf upplýsingarinnar, er veittist í
skírninni og sem olli því, að skírnþegar Fornkirkjunnar voru
kunnir undir nafninu „hinir upplýstu“. Það er leyndardómur
náðarinnar, sem kemur til mannsins, til þess að taka sér bú-
stað í honum og umbreyta honum (sbr. Jóh. 14, 23). ,,Að vera
í ljósi, er að vera í samfélagi og sjá innan frá myndir af lif-
andi verum og af hlutum“ (P. Evdokimov: Bible et Vie Chré-
tienne, No. 6/1954).
Dæmi um ljósið, sem skín eingöngu af því að það er til, skýr-
ir e. t. v. afstöðu Orþódoxu kirkjunnar til kristniboðs. Orþódox
maður fer sjaldan yfir hafið til að vinna menn til trúar. Hin
heilaga liturgía er miðstöð fyrir ljósið, sem hinn trúaði kemur
að til að tendra sitt blys, og blysið mun lýsa upp í heiminum,
sem hann hverfur aftur til. Sérhver trúaður maður er Krists-
beri (Kristó-fer), logi, sem lýsir upp leiðina til ljóslindarinnar,
eins og lukt námumannsins leiðir hann upp í dagsljósið.