Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 22
Hvers vegna trúin á Guð getur verið yður
til hjálpar.
Að þessu sinni er mér ætlað að segja yður, hvernig Guð geti
hjálpað yður. En nú þekki ég yður ekki, né starf yðar, veit
ekki um uppeldi yðar né lífskjör. Það eina, sem mér er fært,
er að segja yður, hvernig trúin á Guð hjálpar mér. En það er
líka í lagi: Því að, hvað sem skilur þig og mig að öðru leyti,
þá eigum við sammerkt í því, sem mikilsverðast er. Hvort held-
ur það ert þú, eða náungi þinn eða mennirnir, sem áttu tal við
Jesú á sínum tíma, þá getum vér hlegið að því sama, þótt
vænt hver um annan, fundið til fjarstæðna og mikilleika lífs-
ins, gjört hver öðrum gott eða illt. Hverjum manni er líka
vitanlegt, að hann á aðeins völ á skömmum tíma, hann hlýtur
að deyja, og þá bíður hans myrkur eða ljós. Og að það er að
því leyti, sem vér erum menn, að Guð kemur oss til hjálpar.
Hvernig er trúin á Guð mér til hjálpar? í fyrsta lagi get
ég þess vegna horfzt í augu við heiminn. Hann er enginn mar-
tröð, eins og manni finnst hann stundum vera, né nein enda-
leysa eins og sumir virðast halda. Hann hefur tilgang, — sem
Guð hefur ákvarðað. Ég skil það ekki til hlítar. Hvernig ætti
ég að gera það? Guð er Guð, en ég fávís maður og syndugur.
Hitt hefur Jesús Kristur ljóslega sýnt og sannað, að mennirnir.
þú og ég, gildum mest í augum Guðs. Og það er að hinu leyt-
inu mikilsverðast, hvað oss vinnst úr þessu lífi og hvernig
vér búum í haginn fyrir oss í öðru lífi. Fjöldi manns virðist
missa af strætisvagninum, en það er samt vagn, sem ríður a
að ná í! Og eitthvert fer hann!
Þar næst get ég farið að horfast í augu við aðra menn.
Hvort sem þeir vita það eða ekki, eru þeir einhvers virði 1
augum Guðs. Og því get ég ekki farið með þá eins og því vseri
ekki til að dreifa. Trúin á Guð hjálpar mér til að skilja þa>