Kirkjuritið - 01.04.1960, Qupperneq 25

Kirkjuritið - 01.04.1960, Qupperneq 25
KIRKJURITIÐ 167 henni austur, fellst hún að lokum á að hætta við ferð sína, enda þótt henni falli það þungt, svo að þau geti gift sig. En áður en til þessa kæmi, verður hræðilegt slys. Vísinda- maðurinn var búinn að skrifa mikla ritgerð, sem kostað hafði hann fimm ára vinnu, þar sem hann taldi sig hafa gert merki- lega læknisfræðilega uppgötvun. Óvinir hans kveiktu í þessum blöðum til að skaprauna honum og vinna mein. En í því bili bar þar að unnustu hans. Hún sá strax, hvað um var að vera, °g þaut inn í tilraunastofuna til að bjarga handritinu og tókst það. En þá vildi svo hörmulega til, að í þeim svifum velti hún um koll eterflösku, sem þarna stóð, og varð af ægileg spreng- mg> er dró hana til bana. >,Þetta getur ekki endaö í moldinni ...“ Þetta atvik hafði gagnger áhrif á lækninn. Enda þótt upp- götvun hans opnaði honum allar leiðir til fjár og frama í heimalandi hans, sneri hann baki við því öllu og fannst lítils um það vert. Hann tók saman pjönkur sínar og lagði af stað austur til Kína, þangað sem unnusta hans hafði ætlað, áður en hún hitti hann. Hann skildi nú betur en áður gildi fórnarinnar. Og honum fannst hann standa i óbættri skuld við stúlkuna, sem þannig hafði látið lífið fyrir hann. Við vin sinn segir hann, að þegar hann hafi haldið henni í örmum sér, er hann hreif hana í andarslitrunum burt af slysstaðnum, vitandi að hans vegna hafði hún fórnað lífinu, þá hafi þessi hugsun brunnið í sál sinni: „Þetta líf getur ekki endað í moldinni ...“ ,,Og eftir það varð mér það 1 jóst,“ segir hann enn fremur, ,,að hennar skilningur var réttari en minn. ... Mannkynið þarfn- ast margs, jafnvel ennþá meira en vísinda. Það þarfnast kær- leiks og þjónustulundar. Það þarfnast trúar. ... Og hann ákvað að verja því, sem eftir væri ævinnar, til að starfa að þeirri köllun, sem hún hafði valið sér, en hann af skammsýni eða eigingirni komið i veg fyrir að framkvæmd yrði. Frá þessari stundu var hann gerbreyttur maður. Þeir, sem elska mikiö. Fjölda mörgum er farið eins og þessum lækni. Þeir veita eilífðartrúnni enga athygli, hugsa svo að segja ekkert um hana, finnst hún jafnvel vera fjarstæða ein, þangað til svo ber við einhvern daginn, að einhver, sem er þeim ósegjanlega kær, er

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.