Kirkjuritið - 01.04.1960, Síða 26
168
KIRKJURITIÐ
hrifinn burt frá þeim. Þá kemur þessi spurning með margföldu
afli: Er vinurinn, sem ég elskaði, hvort heldur sem það var
barn eða foreldri eða maki: er ekkert eftir af honum nema
duftið eitt, sem innan skamms verður að hnefafylli af mold?
Var ástin hans, gleðin og yndið, sem hann flutti inn í tilveruna,
var jafnvel ljómandi andríkið, vitsmunir og snilli, eins og log-
inn, sem slokknar fyrir andblæ dauðans? Er allt það, sem mest
raunverulegt gildi hefur í lífinu, reykur og bóla, stjörnuhrap,
sem hverfur í eilíft myrkur?
Það fer á líkan hátt fyrir öllum, sem mikið hafa elskað, eins
og lækninum. Ný rödd lætur til sín heyra: rödd trúarinnar.
Og þessi rödd hvíslar að oss, já, hún hrópar að lokum: Þetta
getur ekki endaö í moldinni? Sá skapari, sem gaf þetta dýr-
mæta og dásamlega líf, hann tortímir því ekki með svo misk-
unnarlausu kæruleysi. Dauðinn hlýtur að hafa aðra merkingu.
Afreksmenn.
Afreksmenn lifa, þótt þeir deyi. Þeir lifa í hugum og hjört-
um kynslóðanna. Að vísu er þetta eilíft líf. En ekki sættir þó
kærleikurinn sig við þessa eilífðartrú eina. Minningin er aðeins
bergmál af persónunni sjálfri. Sé mikils um það vert, hvað er
þá um manninn, sem var uppspretta þess?
Ólafur konungur Tryggvason var ákaflega dáður af hirð-
mönnum sínum og vinum. Þeir gátu heldur ekki sætt sig við þá
tilhugsun, að ævi hans hefði verið lokið við Svoldur. Þrálátur
orðrómur gekk um það, að hann hefði komizt undan, og að lang-
ferðamenn, sem ferðuðust suður um lönd, hefðu hitt hann þar
og borið kennsl á hann. Svipað gerðist um Eggert Ólafsson,
sem var ákaflega dáður og ástsæll af íslenzkri þjóð. Eftir að
skipi hans hvolfdi á Breiðafirði, komust líkar sögur á gang-
Menn gátu ekki sætt sig við þá hugsun, að hann hefði í raun
og veru farizt, heldur gerðu menn sér í hugarlund, að hann
mundi hafa komizt í erlent skip. Aðeins fáum árum eftir þenn-
an atburð yrkir Gunnar Pálsson eftirmæli um hann og minn-
ist þá á þennan orðróm:
Nú veit Guð, hvort niður í sjá
náði að grunni að sökkva,
þegar æstist aldan blá
og ógnarveðrið dökkva,