Kirkjuritið - 01.04.1960, Side 32

Kirkjuritið - 01.04.1960, Side 32
174 KIRICJURITIÐ „Nei, dásamlegt, engill!“ Og þegar hann hafði þetta mælt, hneig hann niður örendur. Nærri má geta, að ættingjum hans varð mikið um þetta. En öllum kom þeim þó saman um, að þau hefðu enga tilfinningu haft fyrir því, að ungi maðurinn væri raunverulega að deyja. Þeim fannst þessi atburður miklu meira líkjast því, að hann hefði skyndilega verið kvaddur á braut til mikils fagnaðar. Fyrir flestum eru þessi umskipti vafin hulu leyndardómanna. Þess vegna óttast margir dauðann eins og allt, sem þeir þekkja ekki. Sókrates benti þó á það fyrir löngu síðan, að það er minni ástæða til að óttast dauðann en óttast lífið í þessari veröld, dauðinn kann að reynast mesta ævintýrið. ,,Ég lifi og þér munuö lifa.“ Um aldir hafa kristnir menn trúað því, að Kristur hafi risið upp frá dauðum til að leiða í ljós lífið og ódauðleikann. Upp- risuhátíð hans hefur verið ein mesta fagnaðarhátíð kristninn- ar, „sigurhátið sæl og blíð“. Það, sem gefur þessari hátíð mátt yfir hugunum, er ekki fyrst og fremst hin forna upprisusaga, þó að hún sé studd sterkum vitnisburðum. Ekkert er auðveldara fyrir gagnrýn- endur en finna veilur í henni og afgreiða hana sem goðsögu. Hitt er erfiðara, að kæfa þá sannfæring, sem meðal annars speglast í þessari sögu, að lífið hljóti að rísa upp úr hverri gröf, og þá ekki sízt líf þeirra, sem gæddir voru guðlegu valdi og vizku. Orð Krists og andi, eins og hann lifir í ritum Nýja testa- mentisins, er fyrir mér enn þá sterkari sönnun um ódauðleik mannssálarinnar en upprisusagan, þó að ég efist ekki um, að Jesús muni hafa birzt lærisveinum sínum eftir dauðann. Hin örugga eilífðarvissa hans og hugarró gagnvart dauðanum, vald sannleikans í orðum hans, snertir þó enn dýpra. Yfir grafir gleymdra þjóða, gegn um rökkur harms og trega, í angist og slysförum hverfullar ævi, berst enn þá hróp hans ógleymanlegt til mannanna: „Hræðist ekki þá, sem líkamann deyða, en geta eigi deytt sálina. Verið hughraustir. Ég lifi og þér munuð lifa!“ Benjamín Kristjánsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.