Kirkjuritið - 01.04.1960, Qupperneq 33

Kirkjuritið - 01.04.1960, Qupperneq 33
Pistlar. Spurning! Tilvist Guðs er trúaratriði. Enginn maður hefur séð Guð né a honum þreifað. Enda oftar en einu sinni getið um það í Ritn- ingunni, að enginn geti lifað það af að sjá Guð. Og er það næsta skiljanlegt, að vér mennirnir séum því ekki vaxnir í þessu lífi. Upprisa Krists er hins vegar vottfestur atburður, en ekki trúaratriði. Jesús birtist ákveðnum mönnum, ekki einu sinni, heldur mörgum sinnum eftir dauða sinn, til að sanna þeim, að hann væri upprisinn. Hann át og drakk meira að segja með þeim, svo að þeir skyldu ekki geta haldið, að hann væri svipur, ofskynjunarfyrirbæri, sjónhverfing. Hann lét þá ganga úr shugga um, að hann lifði, þótt hann hefði dáið. Þeir áttu að Vera færir um að votta það. Og þeir gerðu það fjöldamargir svo óhvikult, að þeir létu heldur lífið en að afneita þessari reynslu sinni. Sem boðskapur upprisunnar hófst sókn kristin- hórnsins í heiminum. Hefðu vottar upprisunnar ekki vitað, að hún var staðreynd, hefðu þeir aldrei stofnað neina kirkju. Margir hafa að sjálfsögðu efað, að Kristur hafi nokkru sinni Hsið upp frá dauðum. Hvað sterk rök, sem færð hafa verið fyrir því, eru fyrst og fremst ýmsir, sem ekki vilja láta sann- f®rast um þetta efni, og aðrir, sem þrátt fyrir góðan vilja geta það ekki. Þeim finnst það svo ótrúlegt, af því að það kemur ehki heim við þau náttúrulögmál, sem þeir gera sér í hugar- |Ur>d, að hljóti að gilda. Þetta er ekkert undarlegt. Menn grein- lr meira og minna á um flesta fortíðaratburði. Un tvennt er einkennilegt í þessu sambandi. Annað það, að sv° er ag sj^ gem sumjr nútíðarmenn telji sig hafa betri að- stæður og fyllri rétt til að dæma um það, hvort Kristur hafi Hsið upp fr£ daugum) heldur en höfundar guðspjallanna, eða með öðrum orðum þeir, sem annaðhvort voru vottar að upp- Usunni eða höfðu haft náin kynni af slíkum vottum. Hitt, að ^oargir, sem telja sig sterk-kristna menn, eru samt í þeirra hópi, Sem efa upprisufrásagnirnar — ef ekki hafna þeim. Hér er Kert um það að ræða, hvort þessir menn eru betri eða verri en aðrir kristnir menn í siðferðilegu tilliti. Aðeins verið að enda á, að í frumkristni hefði það verið talin hrein fjarstæða

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.