Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 35

Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 35
KIRKJURITIÐ 177 „Vér ófrægjum Guö ...“ »Ef vér kristnir menn bíðum með að hefja verulegt sam- starf, þangað til vér höfum komið oss saman um þær játn- lngar, sem vér getum allir undirritað, á það allt of langt í land, og vér ófrægjum Guð á meðan. Vér vinnum meira til skaða en bóta, á meðan vér látum oss trúfræðilegar deilur mestu varða. Vér erum öll börn hins sama föður og stöndum jafnt úti fyrir dyrum hinna bágstöddu. Þar byrjar samstarf vort og verður að byrja nú þegar.“ Svo fórust fátækraprest- lnum heimskunna, föður Pierre í París, nýlega orð. Og það er ekki unnt að skella við þeim skollaeyrum. Jafnvel í þessu litla landi, þar sem þjóðin er sannarlega ein fjölskylda og vér vitum öll óneitanlega einhver deili á svo mórgum, bryddir talsvert á því, að áhugamenn í trúmálum telja sig ekki geta unnið saman að framgangi kirkjunnar vegna Þess, að þá greini svo á um játningamar. Þótt deyfðin og af- skiptaleysið sé eins mikið og vikið er að hér á undan. Vér mennirnir erum þar sem víðar miklu dómharðari og aldlyndari en Guð. Því að það er gjörsamlega útilokað sam- v®mt orðum og dæmisögum Jesú Krists, að Guð líti þá „trú- aiveiku“ og játningarlitlu illu auga, frekar en hann leggi fæð a Þann, sem kynni að vera helztil bókstafsbundinn og kreddu- astur, þótt hann meini vel. Það er að ófrægja Guð að ætla, að ann faðirinn — láti sér nokkuð óannara um þau börnin *ln> sem eru eitthvað reikulli og fráhverfari en hin, sem oftast nSsa til hans. Það er meginhugsun í boðskap Krists, að sá, Sem telur sig öðrum meiri eða betri, á að vera þjónn þeirra, Sem hann álítur blindari og verr á vegi stadda — engu síður í andlegum en líkamlegum efnum. Þar sem daufast er kirkjulífið, Verða hinir trúuðu að vera trúfastastir og ganga bezt á undan. Ef vér hverfum nokkuð huganum að því, hlýtur oss að undra, hvað ver ófrægjum Guð iðulega og á mörgum sviðum. Hvern- getum vér þekkt Guð, þrátt fyrir opinberunina, nema að sínu V 1 eins og vér sæjum eitt ljósbrot af einhverri alheimssól, sem orð Vær^ annars hulin? Samt gjörum vér honum ósjaldan upp og shoðanir, sem eru aðeins bergmál vorrar eigin óskhyggju. S enn verr ferst oss oft í verkum vorum. Ég tek aðeins það, ern er nýjast af nálinni: Blóðbaðið í Suður-Afríku. Hugarfar !stinna“ hvítra manna í garð blökkumanna þar í landi og 12

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.