Kirkjuritið - 01.04.1960, Side 38

Kirkjuritið - 01.04.1960, Side 38
Brœðrafélög og leikmannastarfsemi. Upphaf orðsins bróðir er rakið til sanskrítar, nefnist þar bráthár. Sami stofn kemur fyrir í flestum málum af Indó-ger- mönskum uppruna, svo sem í fornensku bróðor, fornþýzku broþar og í nútímamálum, ensku brother, þýzku bruder og dönsku broder. Bræður eru þeir menn nefndir, sem fæddir eru af sömu for- eldrum, og hálfbræður ef eingöngu er um annað foreldrið sam- eiginlega að ræða, en fóstbræður, séu þeir aldir upp saman. Auk þess hefur orðið táknræna merkingu, þegar talað er um bræðra- og fóstbræðralög. Sú merking orðsins er einnig æva- forn. Menn sórust í fóstbræðralag að fornnorrænum sið á þann hátt, að rist var úr grassverðinum löng torfa, hún síðan teygð og reits upp á spjótsodd, án þess að endar hennar væru skornir frá jörðinni. Gengu síðan hinir tilvonandi fóstbræður saman undir hana. Mun þetta hafa átt að tákna endurfæðingu þeirra af hinni sameiginlegu móðurjörð, en Alfaðir goðatrúarinnar verið hinn sameiginlegi faðir. Iijá Gyðingum voru kynþættirnir nokkurs konar bræðra- félög. Þannig voru fyrstu Levítarnir í rauninni bræður, synir Leví, sonar Jakobs ísakssonar, Abrahamssonar. Á öllum tímum komu þeir við sögu guðsþjónustu Gyðinga. Á eyðimerkurgöngu ísraelslýðs er hlutverki þeirra lýst í annarri og fjórðu Móse- bók. Gegndu þeir störfum við sáttmálsbúðina og samfunda- tjaldið, hið háheilaga, bæði þjónustustörfum og burðarstörfum- „Eftir boði Drottins var þeim hverjum einum undir umsjon Móse vísað á það, er þeir áttu að annast og þeir áttu að bera; og þeir voru taldir, svo sem Drottinn hafði boðið Móse.“

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.