Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 39

Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 39
KIRKJURITIÐ 181 í fyrirheitna landinu gegndu þeir framvegis sömu störfum, að burðarstörfunum undanskildum. Fyrsta Kronikubók skýrir svo frá: Þá er Davíð var gamall orðinn og saddur lífdaga, gjörði hann Salomó son sinn að konungi yfir ísrael. Og hann stefndi saman öllum höfðingjum ísraels, prestunum og Levít- unum. Og Levítarnir voru taldir, þrítugir og þaðan af eldri, °g höfðatala þeirra var þrjátíu og átta þúsund karlmenn. „Af þeim skulu tuttugu og fjögur þúsund vera fyrir verkum við hús Drottins, sex þúsund skulu vera embættismenn og dóm- arar, fjögur þúsund hliðverðir, og fjögur þúsund skulu lofa Drottin með áhöldum þeim, er eg hef látið gjöra til þess að vegsama með,“ sagði Davíð. Söngmannaflokkarnir voru tuttugu og fjórir og tóku þeir Davíð og hershöfðingjarnir frá til þeirrar „þjónustu niðja As- ^ls, Hemans og Jedútúns, er að spámannahætti lofuðu Guð með gígjum, hörpum og skálabumbum“. Eftir eyðingu musteris Salómons og herleiðinguna miklu til Babýlonar var musterið endurreist. Segir svo í Esrabók: „Og á öðru ári eftir heimkomu þeirra til húss Guðs í Jerúsalem, í öðrum mánuði, byrjuðu þeir Serúbabel Sealtíelsson og Jesúa Józadaksson og aðrir bræður þeirra, prestarnir og Levítarnir, °g allir þeir, sem komnir voru úr útlegðinni til Jerúsalem, að Setja Levíta, tvítuga og þaðan af eldri, til að hafa eftirlit með hyggingu húss Drottins.“ Að því verki loknu skipuðu þeir ■•Presta eftir flokkum þeirra og Levíta eftir deildum þeirra til þess að gegna þjónustu Guðs í Jerúsalem, samkvæmt fyrirmæl- Urn Mósebókar". Önnur bræðrafélög trúarlegs eðlis þekktust einnig hjá Gyð- lngum, eins og t. d. Essenarnir, er uppi voru nokkrum öldum fyrir og eftir fæðingu Krists. Þeir iðkuðu miskunnsemi, göfgun °g hreinleika í lifnaðarháttum og var öll búsýslan og fjárhald þeirra sameiginlegt. Elztu bræðrafélög, sem sögur fara af, munu hafa verið munka- reglur í Indlandi og Egyptalandi. Talið er, að þær hafi verið lll þar þúsundum ára fyrir Krists burð. Þekking á munkaregl- Unum barst hins vegar fyrst til Vesturlanda, er heilagur Ath- aníus fluttist til Rómaborgar ásamt tveimur kristnum munk- Um árið 340. Um það bil þremur öldum síðar komu fyrstu frumbyggjar

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.