Kirkjuritið - 01.04.1960, Qupperneq 40

Kirkjuritið - 01.04.1960, Qupperneq 40
182 KIRKJURITIÐ íslands hingað, en það voru írskir munkar, eins og kunnugt er. Ber f jöldi örnefna og ýmsar menjar vitni um dvöl Papanna hér á landi. Enn fremur segir í Landnámu, að Ketill fíflski hafi numið land á Kirkjubæ á Síðu, „þar höfðu áður setit Papar, ok eigi máttu þar heiðnir menn búa“. Þeir hafa sennilega búið í smáhópum eða einir sér og stundað bænahald, íhygli og hug- leiðslu. Orðið Papi er komið af írska orðinu pob(b)a, pab(b)a, sem haft var um einsetumenn eða munka, en írska orðið er komið af latneska orðinu papa. Eftir landnám Ingólfs og ann- arra landnámsmanna hurfu Paparnir á brott og liðu svo rúm- arar tvær aldir, án þess að bræðrafélög munka þekktust hér á landi. En eitt hundrað og átta árum eftir kristnitökuna var fyrsta klaustrið stofnað á Þingeyrum að ráðstöfun Jóns bisk- ups Ögmundssonar. Síðan var hvert klaustrið af öðru stofnað á 12. öld og í upphafi 13. aldar. Munkar þeir og nunnur, sem í klaustrin gengu, unnu klausturheitin, og þau voru aðallega þrjú: fátækt, skírlífi og hlýðni við klasturagann. Enn fremur voru þar leikbræður og leiksystur, sem bundust vissum lifs- reglum, án þess þó að vinna klausturheit. Á 14. öld var stofn- að i Hollandi eitt fyrsta leikbræðrafélag, sem sögur fara af. Stofnandi þess var Gerhard Groot, sá er samdi hollenzka text- ann af De Imitatio Christi (Að líkja eftir Kristi). Einn af fé- lögunum var Thomas á Kempis og þýddi hann sömu bókina á latínu eftir hollenzka texta Groots. Hefur hún síðan löngum verið við hann kennd. Bók þessi og bókin The Cloud of Un- knowing (Ský óþekkingarinnar) eftir ókunnan enskan munk á 14. öld, eru með víðkunnustu, hagnýtustu og beztu bókum, sem samdar hafa verið um kristilegt líferni, guðrækni og hugleiðslu. Grundvallarhugsjón leikbræðrafélags þeirra Groots og Kempis var að líkja eftir lifsvenjum fyrstu kristnu safnaðanna eins og þeim er lýst í 4. kapítula Postulasögunnar. Félagarnir unnu enga eiða og gátu sagt sig úr bræðrafélaginu þegar þeim bauð svo við að horfa, en á meðan þeir voru félagar, skuldbundu þeir sig til þess að ástunda skírlífi, auðmýkt, guðrækni og sjálfs- afneitun. Þeir máttu ekkert eiga persónulega, en þeim bar að láta allar eigur sínar í sameignarsjóð, eins og Jósef Levíti, sem sagt er frá í Postulasögunni, gerði og allir safnaðarmeðlimm frumkristninnar. Félagarnir urðu einnig að lúta reglum bræðra- félagsins og hlýða skipunum safnaðarformannsins. Meginþorri

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.