Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 41
KIRKJURITIÐ
183
bræðranna voru leikmenn úr öllum stéttum og af öllum stig-
um. Að aflokinni morgunguðsþjónustu fór hver og einn til
vinnu sinnar, því að þeir hugðust lifa og starfa af kostgæfni
einnig í hinum ytra heimi, en snúa ekki bakinu við eða flýja
írá honum eins og munkarnir.
Á 15. öld átti bræðrafélag þetta mikinn þátt í trúarvakningu
þeirri, sem hófst þá á Niðurlöndum og Norður-Þýzkalandi.
Hjá mótmælendum urðu bræðrafélög fljótt algeng og tóku
mikinn og virkan þátt í starfsemi kirkjunnar. Sumir söfnuð-
irnir breyttust jafnvel alveg í nokkurs konar bræðrafélög, eins
°g til dæmis Kvekararnir, en þeir nefndu sig Vinafélagið (the
Society of Friends). Byggðu þeir meðal annars í Bandaríkj-
unum borgina Fíladelfíu, sem á grísku þýðir bróðurkærleikur,
°g nefndu hana eftir samnefndri borg í ítalíu til forna, aðsetri
eins fyrstu kristnu safnaðanna sjö.
Stofnandi Kvekaranna, Georg Fox, sem uppi var í Englandi
ú 17. öld, lagði megináherzlu á persónulega iðrun og leit að
sannleika, með eigin samvizku að leiðarljósi. Á 18. öld kom
fnam hjá þeim kenningin um hið „innra ljós“ og prédikaði
Hlías Hicks um hinn „innra Krist“, sem hann taldi leynast hið
innra með hverjum guðræknum manni, og væri það aðal-
atriðið ag komast í nánara samband við hann. Höfðu þeir enga
formlega kirkjusiði eða presta, en á samkomum þeirra talaði
hver og einn það, sem andinn blés honum í brjóst.
Á síðustu áratugum hefur starfsemi bræðfélaga aukizt mjög
hjá öllum trúflokkum erlendis, ekki sízt hjá lúterskum söfn-
uðum í Bandaríkjunum. Hér á landi fer þeim nú einnig fjölg-
atl(fi, en fyrstu bræðrafélögin hér munu hafa verið stofnuð
fyrir þrjátíu til fjörutíu árum í fríkirkjum Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar. Systrafélögin eða kvenfélögin eru bæði eldri
fjölmennari og atorkusamari og hafa verið mjög til fyrir-
■nyndar í þeim efnum.
Hlutverk bræðrafélags í kirkju- og safnaðarlífi er fjölþætt.
Hyrsta og aðalhlutverk þeirra er að leita eftir nánara sam-
félagi við hinn sameiginlega uppruna þeirra. í öðru lagi efling
°S ræktun bróðurkærleikans eftir boði Páls postula. „Verið í
hróðurkærleikanum ástúðlegir hver við annan og verið hver
oðrum fyrri til að veita hinum virðingu.“ Þetta bróðurþel á
samt ekki að takmarkast af bræðrafélaginu, heldur að ná til