Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 45
KIRKJURITIÐ 187 Það á látlausan og hógværan hátt, en þó höfðu þessi fáu orð slík áhrif á mig, að ég gleymi því aldrei. Hann rétti allt í einu vinstri höndina í áttina til mín og ég fann hana hvíla á brjósti mínu, og svo sagði hann: „Pabbi, ég ætla að boða orð Guðs. Ég lílýt að verða prestur." Næstu níu ár urðu þau beztu á hinni allt of skömmu ævi Clarks. Hann las af kappi, eignaðist góða vini, kvæntist og gekk inn í prestsstarfið, sem virtist falla honum vel í geð. Einhverju sinni, er hann las guðfræði við Yale-háskólann, gengum við okkur til skemmtunar út seinni hluta dags. Hann var þá orðinn aðstoðarprestur við meþódistakirkju eina, og Þurfti nú að ráða fram úr nokkru vandamáli. nPabbi, gamall maður í söfnuði mínum liggur fyrir dauð- anum, og hann hefur óskað eftir, að ég komi og tali við sig. Hann þarfnast mín, en mér þykir sem ég sé ekki fær um að tala við hann.“ Við námum staðar við steingirðingu eina, og Clark beið eftir Því, að ég segði eitthvað. Hann ætlaðist til þess að fá einhverja hjálp frá mér í þessu mikla vandamáli. Ég hóf mál mitt með Því að segja honum frá erfiðleikum, sem ég hafði einu sinni komizt í, þegar ég sem ungur prestur hafði orðið að ganga á fund deyjandi konu, sem átti eiginmann og sex lítil börn. Ég Jét þess getið, að það væri ekki heiglum hent að ganga inn í Prestsstarfið, en ég benti honum einnig á, hvernig hann örugg- ^ega gæti fundið styrk í erfiðleikunum: „Biðjið og yður mun gefast.“ Svo krupum við báðir á kné meðal visnaðra blaða í þurru grasinu. Síðan stóð ég upp og gekk einn heim, en þegar Clark k°m litlu síðar, varð mér ljóst, að hann vissi, hvað hann átti að gera. Hann ætlaði ekki að svíkja þetta deyjandi sóknar- barn sitt. Árið 1938 varð Clark sóknarprestur í Schenectady í New York-ríki. Hann gekk að þessu starfi bæði af gleði og mikilli ulvöru. Hann mun hafa gefið það í skyn, að þessu kalli mundi hann þjóna til æviloka. Ég sagði við sjálfan mig, að það liti út fyrir, að þarna væri einn í ættinni, sem ætlaði, þrátt fyrir allt, ah brjóta erfðavenjurnar, því að enginn prestur í minni ætt hafði sætt sig við það að vera alltaf 1 sama prestakallinu. En uokkrum dögum eftir að Ameríka hafði lent í annarri heims-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.