Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 5
KIRKJURITIÐ 195 fýsi. Þetta hlýtur að hafa kostað persónulega sjálfsafneitun margra manna, og auðfundið, að hér er þjóð, sem ekki vill gef- ast upp, hvað sem öðru líður. Ég spurði konu eina, hvort aldrei hefðu heyrzt raddir um að láta kirkjurnar bíða, þangað til bú- ið væri að koma öðru í kring. Mig minnti hálfpartinn, að ég hefði rekið mig á slík sjónarmið í öðru landi. Frúin svaraði stutt og laggott, að slíkar raddir hefðu aldrei heyrzt, og ég ræddi ekki málið frekar. Það var óþarfi. En það hvarflaði að mér, þegar ég leit yfir salinn og virti fyrir mér kirkjuþingið, að þeir, sem þar væru saman komnir, væru ekki líklegir til að lata sinn hlut að óreyndu né að láta sitt eftir liggja við upp- hyggingu landsins. Um þátt Þjóðverja í sögu þessarar aldar getum við hugsað eitt og annað, en þeim verður ekki brugðið um að hafa setið auðum höndum við að reisa land sitt úr rúst- Uru í bókstaflegri merkingu þess orðs. Auk hins ágæta prófasts, sem ég er gestur hjá um þessar mundir, var aðeins einn maður þarna inni, sem ég áður hafði augum litið, en það var Dr. Martin Niemöller, forseti eða biskup Landskirkjunnar í Hessen og Nassau. Fyrir mörgum árum höfðum við dvalið á sama hóteli í Amsterdam, þegar heims- samband kirkjunnar var sett á stofn, og urðum við þá vel mál- kunnugir. Tók hann mér nú eins og gömlum kunningja. — Dr. Liemöller sat eins og reyrður niður í stól sinn allan daginn og kvað ekkert mega framhjá sér fara, er sagt væri á þinginu, eu lofaði mér viðtali fyrir Kirkjuritið við fyrsta tækifæri, sem Se við kvöldverðarborðið. Lr. Niemöller er hvorki samanrekinn í vexti né sérlega hraftalegur, en gáfurnar ljóma af andliti hans. Hann er í meðallagi hár, dálítið lotinn í herðum, snar í öllum snúning- Um. hrifnæmur og kvikur. Hann er maður vel máli farinn, hjarfur og opinskár. Þykir hann stundum full-skeleggur, svo aö hann hefur stundum eignazt fleiri andstæðinga en verið hefði, ef hann hefði kostað kapps um að ræða mjúklegar og hannske lævíslegar, en slíkt er ekki í eðli hans. Niemöller hefur sterk og fjörleg augu, hátt enni, skýra andlitsdrætti og stund- Um bregður fyrir sársauka í svipnum, sem jafnan er heiður, °g oft glaðlegur. Hvort sem menn fylgja honum að málum eða ekki, verður aldrei um það deilt, að hann er ein af eldsálum sógunnar á vorri öld.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.