Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 28
218 KIRKJURITIÐ Ég heilsa yður í dag með sömu orðum og ég kvaddi með ís- lendinga í íslenzku kirkjunum í Vesturheimi: Hvar er ljós og líf að finna, ljóma kærleikshugsjónar ? Hvar er bezta verk að vinna, vegur stærstrar lífssýnar? Þar sem heilög kirkja kallar: Komið, verndið bernskuna. — Ljóssins siðar lindir allar leiða og styðja æskuna. Hvar er andans yndi að finna, eilifðar, er svalar þörf? Hvar er alheimsauð að finna, yndislegust mannlífsstörf ? Þar sem heilög kirkja kallar: Komi ríki sanrileikans, breiðist það um allar álfur inn í sálu heiðingjans. Hvar þarf sannan manndóm mestan, mestu sigra, stærstu verk? Hvar þarf iífsins leikinn æðstan, ljósvöld kærleiks eilífsterk? Þar sem kirkja Krists, vors Drottins, krafti vígir allra líf, þar sem allar ævistundir allt er helgað Drottins hlíf. Hver sér enga ógn í dauða, alltaf brosa hærra líf? Hver um allan æviveginn á sér skjól í Drottins hlíf? Sá, er kristnu kalli hlýðir, kenninganna fylgir leið, sá, er finnur frelsi í Guði, fagurt líf und kirkjumeið. Hvað er ]>að, sem kirkjan Jcennir? Hvert er hennar innsta mál? Hvernig hefur hennar veröld hjörtum manna tendrað bál? — Vertu í Kristi á vegum sannleiks. Vígðu Guði allan dug. Elskaðu af öllu hjarta, alla vefðu kærleikshug.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.