Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 7
KIRKJURITIÐ 197 Og að það sé þýðingarlaust að búast við öðru. — En ég álít, að hér verði þjóðirnar að skipta um hugsunarhátt. Ekki stöð- ugt að spyrja: Hvernig getum við varið okkur, — heldur: Hvernig get ég þjónað öðrum svo vel, að ég þurfi ekki að vernda sjálfan mig fyrir honum. Hér snýst talið að kommúnismanum. Ég spyr Niemöller, á hvern hátt hann telji, að kommúnisminn skapi kirkjunni vanda- mál, og hver sé réttasta afstaða kirkjunnar gagnvart kommún- ismanum. Hann svarar: Það er almennt samkomulag um, að kirkjan °g kommúnisminn eigi ekki samleið, en menn greinir á, hver ástæðan sé. Oft eru svörin við þessum spurningum harla grunn- færin. Sumir halda því fram, að samfélagskerfi eða hagfræði- kerfi kommúnismans geti ekki átt samleið með kristindómin- um. En þetta er rangt, því að í frumkristninni leiddi kristin- dómurinn til sameignar. En kristindómurinn getur ekki sam- Þykkt, að einstaklingurinn sé settur undir skilyrðislaus yfirráð heildarinnar. Samkvæmt kristinni trú er gildi hvers einstakl- iogs ekki afstætt (relativt), heldur algert (absolut). — En hlýtur þá kirkjan ekki líka að hafa eitthvað út á kapí- talismann að setja? Ég er nú heldur betur á þeirri skoðun, svarar Niemöller og feggur áherzlu á orðin. Að gagnrýna kommúnismann er ekki Það sama og að réttlæta kapítalismann. — Hvaða hindranir eru þá helzt í vegi kirkjunnar meðal lýðræðisþjóðanna ? Lýðræðisþjóðirnar eru ekki kristnar. Þær eru ekki fúsar til ganga inn á kenningar f jallræðunnar. Þær trúa á sínar hug- sjónir og sínar aðferðir, og hvorugt er fullkomlega í samræmi við kenningu Krists. " Hvað er það þá helzt í guðfræði eða í starfsaðferðum hirkjunnar, sem gerir t. d. háskólamenntuðum mönnum í Ev- rópu erfitt fyrir um að ganga kirkjunni á hönd og taka lifandi þátt í störfum hennar? Ég held ekki, að tala kirkju-andstæðinga sé hærri meðal menntaðra stétta. Þeir eru fleiri bæði í miðstéttum og svo- oefndum alþýðustéttum. En kirkjan eflir starfsemi sína nú með tvennum hætti. í fyrsta lagi með því að halda upp menningar °g fræðslustofnunum, svo sem kirkju-akademíum, og einnig

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.