Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 14
204 KIRKJURITIÐ Vér höfum öll syndgað og eigum ekki skilið að heita þín börn, vér játum það með hryggð, vér hljótum að blygðast vor, vér erum nakin fyrir augliti þínu. Vér föllum fram og biðjum: Frelsa oss, Drottinn Guð, miskunna oss, ó, Guð, fyrirgef oss syndir vorar, hjálpa oss til að leita þín, leita þín og finna þig. Vertu með oss á veginum, slepptu eigi af oss hendi þinni, lát oss aldrei gleyma þér. Hjá þér einum er huggun og friður, hjá þér einum er óttalaust, hjá þér einum er sál vor sæl. Og samt höfum vér yfirgefið þig — vér, ógæfunnar aumu börn — og uppskorið þjáningu og kvöl. Vér þráum heitt föðurhjartað, vér hrópum í himininn, því að angurganga vor er löng, og villustigirnir margir, vér erum örmagna, fótur vor fellur, hjarta vort að þrotum komið. Tunga vor má ei mæla. Ó, frelsa oss, Drottinn Guð! V. Svar. Hann kemur í skýjum, vér krjúpum á angurgöngu, krossinn ber hann fyrir mig og þig. Hann þjáðist með oss á kvalaleiðinni löngu, leit í miskunn á oss og tók á sig

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.