Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 42
232 KIKKJURITIÐ communes“. Einkunnarorð ritsins voru þessi: „Að þekkja Krist er að þekkja velgjörðir hans“. Frægasta rit Melanchtons er þó hin svokallaða „Ágsborgar- játning“, sem enn er talin ein af fimm höfuðjátningum mót- mælenda. Svo stóð á, að Karl keisari 5. boðaði til ríkisþings í Ágs- borg 8. apríl 1530 og skyldi þar reynt að sætta kaþólska og mótmælendur. Lúter gat ekki mætt, sakir þess að hann var í banni, og var Melanchton oddviti fylgismanna hans. Samdi hann þá „trúvörn", sem lögð skyldi fyrir keisarann og þingið. Lúter fékk að sjá uppkastið og þótti helzt til varlega víða að orði komizt, en lét þó gott heita. Dró samt Melanchton enn meir úr sumu síðar, þótt ekki nægði til neinna sátta. Játning þessi er 21 grein. 15 fyrri greinarnar um höfuðatriði trúar- innar, 7 þær síðari um ýmis konar villur og rangtúlkanir ka- þólsku kirkjunnar. Margir töldu játninguna fremur dylja en játa skoðanamun þann, sem orðinn var. Samt tóku kaþólskir henni óvægilega og sömdu andmælarit, Confutatio. Það hrakti Melanchton með nýju riti, sem nefndist „Apologia confessionis Augustanœ“ — Varnarrit Ásborgarjátningarinnar. Það er ærið skeleggt og talið með ágætustu ritum Melanchtons. Filippus landgreifi í Hessen leitaðist við að sætta þá Lúter og Zwingli á samtalsfundi í Marborg 1529. Aðalumræðurnar voru 2. og 3. október. Aðalmennimir voru annars vegar þeir Lúter og Melanchton, en hins vegar Zwingli og Ökolampadius. Það lýsir Melanchton nokkuð, að hann þagði báða dagana. Hall- aðist líka fremur að skoðun Kalvíns á sakramentinu en Lúters, taldi að líkama og blóði Krists væri útdeilt ásamt brauði og víni. Einna mest greindi þá Lúter og Melanchton á um náðina. Lúter hélt því fram í riti sínu Um hinn bundna vilja og víðar, að maðurinn gæti ekkert upp á eigin spýtur stuðlað að sinna- skiptum sínum né réttlætingu, hann frelsaðist eingöngu af náð. Melanchton gekk ekki svona langt. Hann taldi, að maðurinn gæti rétt hönd móti náðinni og að nokkru stuðlað að sáluhjálp sinni og réttlætingu með góðu líferni. Þótti hinum „strangtrúuðu" hann hneigjast þann veg í kaþólska átt. Eftir dauða Lúters komu upp tvær stefnur. Kenndu fylgis' menn annarrar sig við Lúter og kölluðu sig „hreina Lúters-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.