Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 18
„Prédikunarstóllinn“ viö Lysefjord, Noregi. Pistlar. Vorhugsanir. Gleðilegt sumar! Sjaldan eða aldrei hefur vorað betur í manna minnum en nu. Það er enn undursamlegra vegna þess, hvað veturinn var hag- stæður. Á ofanverðri síðustu öld var „sumarið, sem aldrei kom mönnum lengi í minni. „Veturinn, sem aldrei kom“ mætti kalla þann, sem nú er að baki. Það er til marks um mildi hans, að bílaferðir héldust að kalla óslitnar á milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar. Aðeins tvö stutt hríðarköst munu hafa stöðvað Þær örfáa daga. Það sést og heyrist á öllu, að vorið er ekki jaín langþráð né því eins heitt fagnað nú og áður var. Nú er ljósið og hlýjan orðið svo tiltækt alls staðar á heimilunum og víða a vinnustöðum, jafnvel í svartasta skammdeginu og hörðustu frostunum. Samt getum vér ekki annað en undrazt og dáð dýið vorsins. Blómskrúðið lætur engan ósnortinn. Og það er enn sannmæli, sem segir í sálminum:

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.