Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 22
212 KIRK JURITIÐ klút, undan koddanum sínum. Hann bjó á afskekktum bæ og var hver spýta honum mikilsverð. „Flýgur hvalsagan", segir orðtakið, og miklu happi var líkt við „hvalreka". Öldin er sannarlega orðin önnur en „þegar Gaukur bjó í Stöng“. En það mættum vér vita, að það getur verið þarft og gott að spara og nýta. Mér dettur ekki annað í hug en að hinar ríku þjóðir hefðu talið það fávitahátt að fara að eins og hér var gert í þeim til- vikum, sem nefnd voru í upphafi. Og þau eru því miður ekki eins dæmi. Ég nefni eitt enn: Á stríðsárunum söfnuðu Þjóð- verjar öllum úrgangspappír, lesnum dagblöðum og öðru slíku, og gerðu sér mat úr í vissum skilningi. Hvað skyldu mörg tonn af slíkum pappír fara daglega í súginn hjá oss? Og hví skyld- um vér ekki nýta þau? Af því að vér þykjumst of ríkir til að spara nokkurn hlut — og erum kannske ekki heldur eins skeleggir í sjálfstæðis- málunum og þyrfti að vera. Og erum vér þó enn á vordögum frelsisins eftir aldakúgun. ... Guð gefi, að vér förum ess ekki að voða! ... Brautryðjandi. Jónas læknir Kristjánsson er genginn. Höfuðstarfi hans síð- ara hluta ævinnar, baráttu hans fyrir náttúrulækningum verð- ur bezt minnzt með þessu erindi Stephans G.: Frá hríslunni, einbirni öræfalands, spratt alskóguð fjallshlíð um vorin, eins helzt uppi vongróin viðleitnin manns — hún var ekki í gröfina borin. Að alfaraleið verður einstigi hans, þó aldirnar fenni yfir sporin. Jónas var að vísu einstefnumaður, en hann var líka víð- skyggn. Honum var ekki eingöngu ljóst, eins og Forn-Grikkj- um, að „heilbrigð sál býr í hraustum líkama“. Hann var sann- færður um eilífðargildi sálarinnar. Kirkjunni sýndi hann alltaf vinarþel og tók oft drengilega málstað kristindómsins. Þekking hans á mannlífinu gerði hann allra manna hjálpfúsastan. Hann var góður sonur ættlands síns.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.