Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Side 21

Kirkjuritið - 01.01.1961, Side 21
KIRKJURITIÐ 15 tilbeiðslunni til hliðar — í skuggann —, en það er einmitt sá hlutinn, sem nútímamaðurinn þarfnast mest og þráir. Önnur orsök stöðnunar messunnar er sú, að fræðsla um trú- argildi messunnar hefur verið vanrækt hér á landi um mjög langt skeið, sennilega ekki minna en hálfa aðra öld. Trúfræði vor hefur lengi vikið henni til hliðar, eins og aukaatriði, og enga áherzlu lagt á tilbeiðsluna. Þetta eru ýmist bein eða óbein áhrif frá kalvínistum og skyldum stefnum. Þriðja orsök stöðnunar messunnar, sem ég vil nefna, er sá söngmáti, sem orðið hefur fastur hér. Hluti safnaðar í mess- unni er nær því tveir þriðju hlutar tímans og varla minna en 40 mínútur. Allt það, sem söfnuður segir í messu, á hann að syngja fjórraddað, og allt á þrefalt til fjórfalt lengri tíma en eðlilegt tal og allt í þeirri hæð, sem er fyrir ofan tónhæð fjögra af hverjum fimm kirkjugesta. Árangurinn af þessu þekkjum við. Það væri ómetanleg bót, ef einhver hluti væri til, sem fólk- ið gæti mælt eðlilega fram eða sungið á þægilegan hátt. Aðra hluta getur kórinn sungið með fjórum, fimm eða sex röddum ef vill, og þá þannig, að söfnfuður njóti þess að hlýða á. Við- fangsefni mitt er að bæta úr þessum göllum og færa aftur inn i messuna lifandi guðsdýrkun. Var þessi messa fyrst sungin á Bessastööum? — Nei. Fyrsta tilraunin til að draga grallaramessuna fram i dagsljósið, gerðu prestar Hallgrímskirkju fyrir meira en 20 árum, þeir séra Sigurbjörn Einarsson, núverandi biskup, og séra Jakob Jónsson. Notuðu þeir fyrra hluta messunnar á ártíðar- degi Hallgríms Péturssonar, og hefur það haldizt þar flest ár siðan. Þegar Sigurgeir Sigurðsson biskup ákvað að stofna til almenns bænadags, var á prestastefnu kosin nefnd til að undir- búa lítúrgíu fyrir þann dag. 1 þeirri nefnd voru núverandi bisk- up, séra Garðar Þorsteinsson prófastur og undirritaður. Nefnd- in skilaði tveimur formum. Annað var alveg byggt á Grallara, en hitt var miðað við staði, sem erfitt eiga um söngkrafta. Síð- ara formið hefur verið notað síðan, en fyrra formið var notað í dómkirkjunni hinn fyrsta almenna bænadag. Dr. Róbert A. Ottósson sá um músikkina, að ósk nefndarinnar. Þar embætt- aði séra Garðar prófastur, og núverandi biskup prédikaði í þeirri messu. Henni var útvarpað og vakti hún almennan fögn- uð kirkjugesta og áheyrenda.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.