Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Qupperneq 30

Kirkjuritið - 01.01.1961, Qupperneq 30
24 KIRKJURITIÐ Davíð Stefánsson hefur lengi brýnt fyrir mönnum þessa köll- un og gerir það enn í siðustu bók sinni: Hvort mun ei hjartans innsta eðli þrá, að æðri máttur sálir fólksins veki, svo börnum jarðar birtist lögmál há og boðorð þau, sem lífið fegurst á, unz bergir öld af brunnum allrar speki? Þá leysir framtíð frelsi vort úr böndum. Þá fagna vitrir menn í öllum löndum. Vera má, að vér íslendingar höfum aldrei átt jafnara né betra mannval en um síðustu aldamót, né neina kynslóð, er gagntekin var af göfugri hugsjónum og gædd meiri manndáð, enda braut hún af sér fjötrana. Þeir menn voru ekki í vafa um köllun sína. Hugsjón þeirra fólst í þessari bæn: íslands þúsund ár, verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsríkis braut. Þetta voru ekki aðeins orð í munni þeirra, þeir börðust undir þessu inerki. Hannes Hafstein segir í kvæði við áraskiptin 1901 —1902: Þeir menn, sem börðust fremst, með traustri trú, til takmarks þess, sem loks er fært að ná, þeir eru horfnir heim um glæsta brú og heiður þeirra einn nú dvelst oss hjá. En andar þeirra horfa og hlusta á hvert hjartaslag, sem snertir þeirra starf. Þeir benda þjóð að falla nú ei frá né fyrirgera nú svo dýrum arf, en muna hvað hún var og hvað hún er og þarf. Þessi áminning er ekki úr gildi gengin. Oss er skylt öllum að kref ja oss sjálf sagna um, hvort vér elskum þjóð vora sem skyldi og rækjum köllun vora í þjóðlífinu eins og ber. Ætli oss yrði þá ekki ljóst, að „vér þurfum að sættast, slá hendi í hönd og hatrinu í bróðerni að gleyma.“ (E.B.)

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.