Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Page 34

Kirkjuritið - 01.01.1961, Page 34
28 KIRKJURITIÐ ir bjargast. Auðvitað ekki allir í skjótri svipan. Hér skal aðeins sögð ein saga prestsins: „Mér er í minni eitt atvik frá því fyrir tuttugu árum. Ég sat heima hjá mér og ræddi um daginn og veginn við forfallinn drykkjumann. Allt í einu sleit hann viðræðuþráðinn og benti á Kristsmynd, sem hékk á stofuveggnum. — Ég treysti honum, þessum. — Hvað ertu að segja, spurði ég. Og hann endurtók: — Ég treysti honum, þessum. Nú langaði mig að fara lengra í sakirnar. — Hefur hann leyft þér að drekka og ata þig út eins og þú gerir? — Nei, nei, nei! Ég geri honum til skammar daglega. En hitt er ég viss um, að þótt ég hrykki upp af í dag, þá sleppir hann ekki af mér hendinni. Ég treysti honum. Treysti honum enn betur en þér. Hvað átti ég að segja. Allt mælti á móti því, að því er séð varð. En ég gat þó ekki annað en rétt honum bróðurhönd. Þarna sat tollheimtumaðurinn. Sagan er lengri, þótt svo hefði ekki þurft að vera. Sjö árum síðar sat þessi sami maður í kirkju minni. Hann var þveginn og greiddur, alls gáður, snyrtilega búinn, með smákrosstákn á jakkahorninu og gjörbreyttum svip. Ég vék mér að honum. — Er þér alvara, eða læturðu bara svona í dag? Honum var alvara. Hann hafði ekki bragðað áfengi í þrjú ár. Hann dó í fyrra. Hann hafði þá lifað ráðvöndu lífi í um það bil átján ár og borið Drottni sínum vitni. Ég skildi, að hann hafði sagt satt forðum, þegar hann ját- aði trú sína á Kristi í niðurlægingu sinni. Og Jesús hafði litið alla leið niður til hans. Hann spyr heldur aldrei um umhverfið né ástandið, heldur aðeins, hvort hönd trúarinnar er nokkuð útrétt.“ Meðan kirkjan á slíka þjóna og Haldor Hald og alla sam- verkamenn hans er hún ekki dauð. Og sem betur fer á hún þá um allar jarðir. Eitt, sem á aö kijrpa í liöinn. Happdrættin eru nú í tízku. Sannarlega hafa þau orðið að miklu gagni, þótt þau eigi líka óneitanlega sínar skuggahliðar. En eitt er bæði óþarft og ólíðandi. Það, hve hæstu vinningarnir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.