Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Side 49

Kirkjuritið - 01.01.1961, Side 49
Svar til Votta Jehóva. Vottar Jelióva eru mjög ákafir víöa aö breiöa út trúarskoöanir sínar. Svo þykir m. a. prestum í Danmörku, og hefur þetta svar birzt frá þeirra hálfu. Kæri Vottur Jehóva. Þegar þér nú komið að dyrum mínum, þá ætla ég ekki að gerast margorður við yður, heldur láta það nægja, er hér segir: Sífelldar heimsóknir yðar bera óneitanlega vitni um persónu- legan áhuga yðar, en engan veginn um það, hvort kenning yðar er sönn eða ekki. Og ég leyfi mér yfirleitt að efast um, að þér séuð gagnkunnugur þeim boðskap, sem stendur skrifaður í bók- um yðar og blöðum? Að minnsta kosti langar mig ekki til þess að afneita barnatrú minni og tilbiðja í þess stað Guð hefnd- arinnar, sem Varðturninn boðar. Hefur yður aldrei furðað á því, að Jesús Kristur er í ritling- um yðar nefndur „Böðullinn mikli“ og ,,Sá, er framkvæmir blóðhefnd“, sem mun eyða í orustunni við Harmageddu öllum fjendum sínum, þ. e. Varðturnsins. Finnst yður, ef þér viljið vera alveg einlægur, að það minni á ástríkan frelsara Nýja- testamentisins, sem bað fyrir óvinum sínum. Og hvað eruð þér í rauninni að hugsa, þegar þér ásakið oss íyrir það, að vér trúum því ekki, að Jesús hafi komið aftur esýnilegur árið 1914. En þetta er, eins og þér vitið, megin- kenning Votta Jehóva. Hafið þér aldrei lesið Lúk. 17, 24, þar sem Jesús segir sjálfur, að endurkoma sín muni verða eins og eldingin, er hún leiftrar úr einni átt undir himnum og skín í annarri átt undir himnum — eða lesið Matt. 24, 36, þar sem Jesús skýrir frá því, að enginn viti — jafnvel ekki sjálfur hann — hvenær endurkoma hans muni eiga sér stað. Það hlýtur að hafa vakið undrun yðar, að leiðtogar Votta Jehóva skuli 1 þess- tun efnum hafa verið miklu vitrari en Jesús. Hvað viðvíkur útreikningi Varðturnsins á raunverulegri end-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.