Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Page 50

Kirkjuritið - 01.01.1961, Page 50
44 KIRKJURITIÐ urkomu Krists árið 1914, vil ég leggja það til, að þér berið sam- an Varðturnsfullyrðingarnar og ártöl veraldarsögunnar. Þá mætti yður verða ljóst, að útreikningurinn er hrærigrautur af limlestum ritningarstöðum og vitlausum ártölum. Það er ekki ráðlegt að reisa lífsskoðun sína á þeim grunni. Hefur yður annars ekki komið það undarlega fyrir sjónir, að stafirnir N.W. skuli svo oft standa á eftir ritningar-tilvitnun- um Varðturnsins? Þeir tákna, að um sé að ræða einkaþýðingu Votta Jehóva á Ritningunni. En vitið þér þá líka, að raunvís- indin á þessu sviði hafa talið þá þýðingu falsaða? Og hefur það aldrei vakið hjá ykkur tortryggni á þess konar þýðingu? Til hvers á í raun og veru að nota hana? Já, þannig er um svo margt. Ég tel yður í raun og veru of góðan mann til þess að bera vitni svona hræðilegri villu. Það myndi gleðja mig, ef þér yrðuð vottur kærleika Guðs í Jesú Kristi. Ég ætla að ljúka máli mínu með því að hvetja yður til þess að samlagast kirkjunni í sókn yðar og safnaðarlífinu, sem ríkir þar. Ég veit, að þar eruð þér velkominn. Guð blessi yður. (Á.G. þýdclii. Gamlir húsgangar. Get eg þeygi gert að því, Guðs þó feginn vildi, þótt mér smeygist þankann í það, sem eigi skyldi. Mæðan stranga mér er gift, mig skal ekki furða. Þegar láni ljóst var skipt lá eg milli hurða.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.