Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Side 51

Kirkjuritið - 01.01.1961, Side 51
Bókafregnir. Selma Jónsdóttir: Býzönzk dómsdagsmynd í Flatatungu. ■— Almenna Bókafélagið, Reykjavík. Þótt mér fyndust myndirnar forvitnilegar og vel gerðar, hóf ég lesturinn með nokkrum kvíðboga, líkt og væri ég að leggja uPp í ófærð, sem ég yrði nauðugur að kafa til að komast að efninu. Doktorsritgerðir eru að jafnaði ærið þurrar og strembn- ar og ósjaldan hreinn myrkviður. En ég varð hér fyrir óvæntri gleði. Þessi bók er hreinn skemmtilestur, ljós og greiður. Frúin hefur sem sé fundið gull í grasi og það lýsir fagurlega af því, þegar hún ber það upp í birtuna. Margt veldur því, að bók þessi hlýtur að verða almennum lesanda til gróða og gleði og kirkjunnar mönnum sérstaklega. Þótt hún sé harmsaga öðrum þræði. Því að engum dylst, hví- lik firn af íslenzkum listaverkum fyrri alda hefur farið í súg- inn og grotnað niður vegna óhirðu og skilningsleysis lærðra sem leikra, fyrir utan allt, sem týnt er og tröllum gefið er- lendis. Hitt hlýjar manni þó meira að þessu sinni, að þessi f jala- brot skuli þrátt fyrir allt hafa varðveitzt fram á þennan dag, °g að íslenzk kona skyldi verða til þess að lesa úr rúnum þeirra og bregða yfir það skærri birtu, hvernig straumar hámenning- ar miðaldanna bárust alla leið hingað út. Og að til voru hér á gullöld sagnaritunarinnar einnig aðrir listamenn, sem alls stað- ar hefðu reynzt hlutgengir sem skáldin. Flestum mun það hafa verið með öllu dulið, að hér gætti nokkurra býzanzkra áhrifa á sviði kirkjunnar eða þjóðlífsins, svo að heitið gæti. En vel má vera, að þau komi víðar í ljós, þegar betur verður leitað. Þótt dr. Selma kæmist af tilviljun á sporið, eins og hún lýs- ir, rekur hún sig síðan áfram af mikilli hugkvæmni og ná- kvæmri getspeki. Og þar sem konur hafa á öllum öldum auðg-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.