Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1961, Page 24

Kirkjuritið - 01.07.1961, Page 24
310 KIRKJURITIÐ líf, liafa meira og minna brostið. Vér kunnum t. d. ekki að taka ofan með eins eðlilegum „elegance“ eða glæsibrag og gömlu mennirnir gerðu, einfaldlega af því að vér efumst um gildi atbafnarinnar og getum því ekki lagt í bana beilan bug. Vér vitum lieldur varla, livort vér eigum lengur að þéra eða þúa. Þetla eru að vísu utanverð atriði, en þau eru eigi að síður táknræn fyrir þá óvissu, sem vér búum við, líka í liinu, sem meira er og stærra. Vér munum t. d. ekki eiga þá trú bjartsýninnar, sem auðkenndi hina mætu og marglofuðu alda- mótakynslóð. Eitt er óvíst, af því að það er of gamalt, annað er óvíst, af því að það er of nýtt. Ég mundi segja, að vér sökn- uðum þess gamla, án þess að vér treystumst til að reyna að balda í það, og nöldruðum vfir liinu nýja, án þess að þora að spyrna gegn því. Ég býst við, að þau mistök í uppeldi, sem þessari kynslóö virðast liafa orðið á, megi að drjúgum liluta rekja til þessarar óvissu-afstöðu vorrar til margra viðfangs- cl'na, stórra sem smárra. Hvernig eiga þeir að segja til vegar, sem vita ekki, hvar þeir eru sjálfir staddir? Og vér vitum tæpast, bvort vér eruin trúaðir eða ekki trúaðir. Þessi óvissa liefir J)ó ef til vill ekki að öllu leyti verið ófrjó. Óvissa um hin dýpri rök getur leitt til tvenns: Annars vegar skapast lausung, af Jiví að stefnuna vantar. Hins vegar eru margir, sem leita til atbafnaseminnar, til þess að standa ekki augliti til auglitis við tómið. Hvort tveggja þekkjum vér úr nútímanum: tryllta athafnasemi og taumlaust los. Er Jiað ekki einmitt auðkenni aldarfarsins? Samt lield ég, að vér séum að byrja að gera oss grein fyrir, að við svo búið má ekki standa. Það verður að liafa traustari tök á hlutunum. Ef ég skil rétt, er kirkjuvikan einn þátturinn í Jieirri viðleitni. Hún er lofsverð tilraun kirkjunnar til að auka sambandið milli fólks og kirkju, tilraun til að ná eyrum fjöldans, svo að trúarboðskapur kirkjunnar og trúarstuðning- ur geti náð lil Jieirra, sem lians bafa Jiörf. Sama lofsverða viðleitnin kemur fram í æskulýðsstarfsemi kirkjunnar, og ég vil nota bér tækifærið til Jiess að Jiakka í heyranda bljóði prestum Akureyrarkirkju og ekki sízt séra Pétri Sigurgeirssyni fyrir mikið og óeigingjarnt starf í Jiágu barnanna. Mér er ánægja að lýsa því yfir, að ég liefi Jni trú, að dóttir mín, sem sótt liefir suunudagaskóla kirkjunnar, liafi

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.