Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1961, Page 33

Kirkjuritið - 01.07.1961, Page 33
KIRKJURITIÐ 319 er að efnagreina og lýsa vísindalega. En það er jafn raunsatt séð úr fjarlægðinni sem blá liæð, skreytt skini og skuggum, tákn fegurðar og mikilleiks, vekjandi vona og drauma. Boðskapur liljómlistarinnar er sannur, þótt hann sé miklu skildari og eðlislíkari hoðskap trúarinnar en vísindanna. Það er satt að trú og vísindi eru sittlivað. En liitt er ósannað, að þegar lengst er rakið standi trúin á nokkuð veikari grunni en vísindin. Um livort tveggja gildir, að enginn getur til fulls um þau dæmt, nema þeir, sem reynt liafa. Það er jafn ótækt fyrir óblandinn efnishyggjumann, þótt ágætur vísindamaður kunni að vera á vissu sviði, að fordæma trúna, og lieitum og einlægum trúmanni er óleyfilegt að tala niðrandi um vísindi, sem hann ber ekkert skyn á. Allir ættu að geta skilið, að trú og vísindi eru tvær leiðir að sama markinu: fyllri þekkingu. Gró’Srarstöfivar Gróðrarstöðvarnar geta verið með ýmsu inóti og gerðar í margs konar tilgangi. Sœnska kirkjan í fortíð og nútíð, heitir fróðleg hók, sem gefin var út í fyrra í tilefni af aldarafmæli dótturkirkjunnar vestan liafs. Biskuparnir þrettán skrifa þar hver um sitt hiskupsdæmi. Það kemur upp úr kafinu, að furðu margt er líkt með kirkjulífinu þar og hér. Höfuð örðugleik- arnir þeir sömu og afstaða og úrræði furðu lík. Eins og gefur að skilja, stendur ])ó þessi stóra bræðraþjóð oss sums staðar miklu framar á þessum vettvangi sem öðrum. Athyglisverðast fannst mér að lesa um hinar kristilegu aflstöðvar, sem komið hefur verið á fót í flestum biskupsdæmunum, síðustu árin. Hér er um inargs konar starfsstöðvar að ræða, sem reknar eru á sama stað. Stundum liafa forn stórhýli eða hallir verið keyptar til þessara nota, annars staðar eru byggingarnar reist- ar af grunni. Meðal annars eru jiarna haldin fjölbreytt fræðslu- náinsskeið um trúmál og kristilega starfsemi, þar á meðal h'knarstörf í söfnuðunum. Jafnframt geta menn leitað þangað lil kyrrlátra læ.rdómsiðkana, líkamlegrar hvíldar og andlegra hugleiðinga — hvort lieldur ungir eða gamlir. Þetta eiga að vera gróðrarstöðvar menningar og inannúðar, vakningarstöðv-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.