Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1961, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.07.1961, Blaðsíða 46
Hugleiðingar um Prestastefnuna 1961 mr AR seni ég á setu á Prestastef’iiu Islamls, þótt ég sé ekki vígður prestur, leyfisl mér að setja á blað nokkrar alhuga- senulir af tilefni Prestastefnunnar, án þess þó að orð mín verði skilin sem livort heldur væri sjálfshól úr prestahópi eða sjálfspynding. Því að ýniislegt, bæði illt og golt, má uni þessa gömlu og merku stofnun segja. Mér fer þó svo, að þessi prestastefna skilur eftir góðar minningar einar í huga mínum og vekur með mér von uni hetri tíma í sögu kirkjunnar og bætta þætti í fari prestanna. Prestastefnan hófst með ræðu biskups að vanda, og var su ræða bæði gagnorð og livassyrt. Biskup tók af skarið um það, að kröfunum, sem þjóðin gerir til prestastéttarinnar urn þjón- ustu, verði að samsvara vilji þjóðarinnar til þess að standa undir þeirri þjónustu og kosta liana. Allir hlutir kosta pen- inga, og á það ekki livað sízt við um störf prestastéttarinnar á vorum tímum, þegar eignir kirkjunnar megna ekki lengur að efla starf stéttarinnar, heldur eru allir lilutir komnir a fjárlög að lieita má. Fer ekki lijá því, að þeir sem hlustað liafa á ræðu biskups í útvarp til enda, liafi hrokkið upp við liana illþyrmilega, annað livort lil andmæla eða samsinnis. Og er svo um alll það mál, sem flutt er af krafti sannfæring- arinnar, að það vekur menn til afstöðu með eða á móti þvn sem sannfæringin hyggir á. Kirkjan hefur sætt misjöfnuni meðförum af liendi þess veraldarvalds, sem hún tengdist við siðbótina. En þá undiröldu mátti greina í máli biskups, að færi svo, að stjórnmálamennirnir vildu þrengja kosti kirkj- unnar í landinu, ætti bún fylgi lijá alþýðunni, er nægði lienni til stjórnmálalegs stuðnings. Annar dagur prestastefnunnar varð mér minnisstæðastur.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.