Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1962, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.02.1962, Blaðsíða 28
74 KIRKJURITIÐ Og liin síðari ár gætir lofsverðrar viðleitni í þá átt að taka upp góð og gild norræn nöfn, sem fallið liafa í fymskn um skamma liríð eða langa, en venjast óðara vel og ryðja sér síðan æ meir til rúms. En fleiri er um að saka en prestana, ef lagður er liugur að ónefnunum í landinu. Manni koma sum verzlanaheitin m. a. í hug. Eitt nýtt dæmi finnst mér samt einna hörmulegast. Bún- aðarfélag Islands og fleiri bændasamtök liafa nú með sam- eiginlegu átaki reist eitt stærsta og fegursta hús í Islandi til þuiftar starfsemi sinni og bændum og búaliði til margs konar nytja. Þar á t. d. að vera áningar- og dvalarstaður sveitafólks og raunar fleiri, sem gista höfuðborgina. Húsi þessu hefur verið nafn gefið og kallast „Bændahöllin“. Fyrst liugði ég að þetta mundi vera uppnefni gefið af spolti. Hvenær hafa íslenzkir bændur húið í liöllum eða verið við þær kenndir? Aftur á móti hefur margur þeirra átt margt gott í garSi sín- um, setið mikinn staS með pryði og húsað bce sinn af eftir- minnilegum rausnarskap. Lá ekki beinna við að hús þetta hefði verið kallað „Bændagarður“. Vera má að sumir hefðu fundið því heiti það til foráttu að stúdentagarðarnir eru þarna nálægir og yrði því ef til vill einhvern tíma villst á þeim og því. Því mátti það „Staður“ heita, eða kenna það við einhvern nafnfrægan stað á landinu, sem bændaliöfðingj- ar hafa gert frægan. „Bær“ gat það og heitið, eða „Miklibær“ og var slíkt ólíkt sannsýnilegra en höll. Sú nafngipt er að mínum dómi bláttáfram álappaleg og þó uppskafningsleg. °g Því leiðara lætur þetta í eyrum, sem þess er oftar og betur minnst hve fögur heiti og óviðjafnanlega vel valin íslenzkir bændur til forna gáfu flestum bæjum sínum. Flest yfirlætis- lítil en svo raunsönn að ekki virðist betur mega hitta naglann á höfuðið með nafngiptinni. Minna má aðeins á Veðramót, I' agranes, og Reyki í því sambandi; þrjá nágrannabæi í Skaga- firði. Eða Grænavatn, Baldursheim og Álftagerði, svo ég nefni þrjá aðra úr minni sveit — Mývatnssveitinni. Fagridalur, Dísa- staðir og Snæhvammur eru allir austur í Breiðdal. Helluvað, Kaldbakur og Foss í Rangárvallahreppi. Skáldsstaðir, Man- lieimar og Unaðsdalur fyrir vestan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.