Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1962, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.02.1962, Blaðsíða 38
84 KIRKJURITIÐ Ekki er ástæða til að ætla, að klæði liinna fyrstu presta og biskupa kristninnar liafi verið slík sem liér er lýst. Líklega báru þeir í upphafi engin sérstök virðingarklæði. En ekki mun þó líða á löngu, að farið sé að litast um eftir heppilegum virðingarhúningi handa þeim. Og ekki líða margar aldir, áður en sérstakur einbættisbúningur er talinn sjálfsagður. Hefur J)á að sjálfsögðu mjög verið tekin fyrirmynd af lielgi- klæðnaði við guðsjijónustur Gyðinga, þangað lágu ræturnar og þaðan var uppsprettan, sein mest var ausið af. En einnig mun viðhafnarklæðnaður Rómverja hafa haft mikla þýðingu, síðskykkjur þeirra og purpuralitir, skarlat og lín. Hvíti liturinn verður nú ekki lengur drottnandi, en alltaf virðist J)ó svo, sem það hafi átt að sjást á ýmsu greinilega, að nærklæði væru livít. Annars eru hin margvíslegu og fögru messuklæði kaþólsku kirkjunnar kapítuli út af fyrir sig, sem hér verður lítt rakinn, nema að því leyti sem })au verða erfð og helgiklæði okkar mótmælenda í Lútersku kirkjunni. En í kaþólsku kirkjunni eru klæðin allbreytileg, sérstaklega mið- að við hinar ýmsu árstíðir kirkjuársins og jafnvel einnig liins tínianlega árs og árstíðaskipta. I fyrstu munu skilin milli hinnar kaþólsku móðurkirkju og lútersku kirkjunnar í helgiklæðnaði ekki liafa verið svo glögg, sem við mátti búast. Og ])ví er ])að, að lúterskir prestar og biskupar geta samið helgiklæðnað sinn að meira eða minna leyti eftir fordæmi kaj)ólskra. Hin síðari ár hefur t. d. mjög færzt til meiri fjölhreytni og viðhafnar í messuklæðnaði en áður var og ber }>ar tvennt til, meira frjálslyndi og meiri efni og áhugi fyrir fegurð og viðhöfn í guðsþjónustum og húnaði bæði presta og kirkna. Hér skal J)ó aðeins lekið til athugunar það, sem telja má klassiskt eða sígilt í Jæssum helgiklæðnaði. En })ótt undarlegt megi teljast, hafa ])essi klæði oft lotið lögmálum almennrar tízku og hégómlegra stundarviðhorfa áður fvrr miklu fremur en nú. Hér skal fyrst minnzt á liina svörtu skikkju, sem er em- bættisbúningur allra íslenzkra presta hér. Hún er tæplega eða ekki arfur frá helgiþjónustu kaþólsku kirkjunnar, en mun ])ó helzt geta verið í líkingu við síðskikkju svartmunk- anna og er að sumra áliti liugsuð minnsta kosti táknrænt í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.