Kirkjuritið - 01.11.1962, Page 5

Kirkjuritið - 01.11.1962, Page 5
KIRKJURITIC 387 1 Róm suður. Það er eins og Snæfellsjökull og Stapafell standi hlið við lilið. Að vísu finnst oss Snæfellingum Stapafell allhátt, og sums staðar skyggir það jafnvel á jökulinn af heimahlaði séð. En frá bæjardyrum Reykvíkinga vatnar yfir fellið, svo að það sézt ekki, og sumir vita ekki, að það sé til. Risinn og dverg- urinn standa lilið við hlið. Davíð og Golíat etja kappi hvor við annan. — En gæti ekki svo farið, að dvergurinn ætti alls kost- ur við risann, ekki vegna aflsmunar, heldur vegna íhúandi yfirburða frjálsrar hugsunar og friðarvilja; og Davíð yrði Golíat yfirsterkari, áður en lyki. Rað er í þeirri trú, að vér evangelisk-lútherskir menn neit- um að lúta undir ánauðarok: að hverfa aftur í faðm þeirrar kirkju, er setur valdboð ofar samvizku manns. En liins er að gaeta, að ánauðarok í einliverri mynd, er ekki eins fjarri og oss finnst í fljótu bragði. Það vofir yfir kirkju vorri hvarvetna í straumbreytingum og stefnu tímanna. Það liefur raunar í Upphafi verið á oss lagt, þótt misjafnlega mikið liafi fundizt fyrir því. Það liggur í sjálfri kirkjuskipaninni, sambandi kirkj- unnar við ríkið. Þess var ekki gætt á sínum tíma að tryggja fullan rétt kirkjunnar gegn valdi ríkisins, gagnvart ýmsum þeim öflum, sem liafa í seinni tíð færzt í aukana, ekki aðeins utan kirkjunnar, heldur og innan hennar. Vér skulum nú hugleiða, livaðan kirkjunni stafar Iiætta um nýtt ánauðarverk. Hið fyrsta er ríkisvaldið sjálft. Það lofaði í uppliafi vernd °g stuðningi sem staðfest er í stjórnarskrá. En löggjafarvaldið gerist æ ófúsara til þess fjárhagslega stuðnings, sem kirkjan á fullan rétt á. Sambandi ríkis og kirkju má líkja við hjúskap: Tveir sjálfstæðir einstaklingar ganga til samstarfs og rugla saman reytum sínurn, ef svo mætti að orði komast. En í reynd- niiu hefur kirkjan ekki verið eiginkonan lieldur ambáttin, °frjáls sinna athafna, þeirra er fjármagn þurfti til. Skylt er þó þakka góðan stuðning á stundum og skilning á kröfum kirkjunnar, en þar eiga frekar lilut að máli einstakir menn velviljaðir, en ekki fastmótað meginsjónarmið, er skylt væri að fyfgja- Hið annað fyrirbrigði utan kirkjunnar, sem oft liamlar frjálsu starfi liennar er flokksræði nútímans. Hér er hvorki

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.