Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 27
KIRKJURITIÐ 409 II Kristið heimili er auðvitað samfélag út af fyrir sig, en bendir jafnframt öllum meðlimum sínurn á hina stóru fjölskyldu allra kristinna manna, kirkjuna. Kristin fjölskylda á að renna inn í og verða liluti af þessari stóru fjölskyldu kristinna manna. En hvernig stendur á því, að svo margir, sem ættu að eiga þar lieima, afrækja liið kristna samfélag, já, snúa jafnvel baki við kirkjunni? Þessi þróun mála er oss öllum augljós, en livers vegna geta menn látið sér það tómlæti um kirkjuna, sem liér viðgengst, í léttu rúnti liggja? Hvers vegna reyna menn ekki að kryfja málið til mergjar og grafa fyrir rætur meinsins? Það skyldi þó ekki vera sök heimilanna, að tengsl margra við kirkj- una eru losaraleg eða þá engin. Getur það ekki verið af því, að andrúmsloftið á heimilunum hefur ekki einkennzt af kristnum anda? Þar voru ekki beðnar bænir né farið í kirkju með neinni reglu. Margir hafa þá sögu að segja, að það kristna veganesti, sem þeir lilutu á bernskuheimilunum hafi haft úrslitaálirif á allt líf þeirra, en aðrir hafa þá sögu að segja, að þeir hafi ekkert slíkt veganesti fengið. Eða höfum vér reynt að skapa hinum ungu dýrmætar minningar eins og vér eigum flestir frá kirkjuferðum bernskuáranna? Ég hef tekið eftir því, að börn og unglingar verða oft útundan nú á dögum, þegar farið er til kirkju, a. m. k. í sveitunum, af þeirri einföldu ástæðu, að það er ekki rými fyrir þau í bílunum eða þá að foreldrar veigra sér við að liafa börn með til kirkju af ótta við truflandi áhrif þeirra á messuna. Sumir liorfa líka í bílkostnaðinn, en liann getur verið töluverður í víðáttumiklum sveitasóknum. En livað getur það kostað að fara ekki til kirkjunnar? Er hægt að bú- ast við því, að börn þeirra foreldra, sem sjaldan eða aldrei fara í kirkju, verði kirkjurækin? Foreldrar leggja mikið á sig fyrir hörn sín nú á dögum til þess að búa þau sem bezt undir lífsbaráttuna. En vér megum ekki láta þau fara á mis við liið bezta veganesti, sem þau geta hlotið í hinu kristna samfélagi lieima og í kirkju. Tíminn frani til fermingar á að verða til þess, að börnin vaxi inn í samfélag kirkjunnar og læri að lifa í andrúmslofti hennar. En íslenzka kirkjan gegnir lieldur ekki því hlutverki, sem lienni er á hendur falið að vera heimili hinnar stóru fjölskyldu kristinna manna. Bæði er helgihaldið stopult og liúsakynnin ófullkomin og ófull-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.