Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 13
Albert Camus: Trúleysmginn og hinir hristnu (Brot úr rœSu, sem flutt var í dominikanska klaustrinu í Latour-Maubourg 1948) Þar sem þér hafið sýnt þá góðfýsi að bjóða manni, sem ekki aðhyllist skoðanir yðar, að svara þeirri víðtæku spurningu, sem hér er til umræðu, langar mig til að kvitta fyrir þessa góðvild með því að setja fram nokkur meginatriði, áður en ég skýri yður frá því, hvers ég hygg að trúleysingjarnir vænti af hinum kristnu. 1 fyrsta lagi vil ég leitast við að gera mig ekki sekan um vissa leikmannahræsni. En sá leikmaður er liræsnari að fariseahætti í mínum augum, sem lætur í veðri vaka, að það sé næsta hæg- ur vandi að vera kristinn, og sakir yfirborðsskoðunar á kristn- tim dómi gerir meiri kröfur til kristinna manna en sjálfs sín. Ég er að vísu þeirrar trúar, að kristnum manni séu lagðar margvíslegar skyldur á herðar, en hins vegar sitji það ekki á þeim manni, sem hafnar þeim, að brýna þær fyrir neinum, sem þegar liafa viðurkennt þær. Geti nokkur krafizt nokkurs af kristnum manni, er það sá, sem sjálfur er kristinn. Afleið- ing þessa er sú, að ef ég leyfi mér að krefjast af yður vissra skyldna í lokin, eru það eingöngu þær skyldur að sjálfsögðu, sem skylt er að krefjast af hverjum manni nú á dögum, hvort lieldur liann er kristinn eða ekki. í öðru lagi langar mig til að lýsa því yfir, að þar sem ég tel mig hvorki eiga neinn óyggjandi sannleika, né liafa nokkurn boðskap að flytja, kemur mér aldrei til hugar að ganga út frá þeirri forsendu að hin kristnu sannindi séu blekkingar, held- ur aðeins þeirri staðreynd, að mér er ekki unnt að fallast á þau. Til skilningsauka á þessari afstöðu minni, skal ég fúslega gera eftirfarandi játningu: Fyrir þrem árum átti ég í þrætum við einn úr yðar hópi, og það einn af þeim vígfimustu. Það

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.