Kirkjuritið - 01.11.1962, Side 16
398
KIRKJURITIÐ
ur eða marxisti ásakað mig, til dæmis, fyrir bölsýni? Ekki var
það ég, sem fann upp mannlega eymd né hinar liræðilegu
myndir guðlegrar fordæmingar. Ég hrópaði ekki upp um
Nemo bonus né útskúfun óskírðra barna. Ég varð ekki til þess
að lialda því fram, að maðurinn væri ófær um að frelsa sjálf-
an sig af eigin mætti og að í eymdardjúpi niðurlægingarinnar
væri náð Guðs lians eina von. Og svo ég snúi mér að hinni
frægu marxistisku bjartsýni! Enginn liefur gengið eins langt
í vantrausti á manniim, og þegar lengst er rakið, virðast efna-
liagslegir skapadómar þessarar veraldar enn bræðilegri en guð-
legir duttlungar.
Kristnir menn og kommúnistar munu nú segja mér, að bjart-
sýni þeirra sé bundin við langsýn sjónarmið og öllu æðri. Og
að Guð eða sagan — eftir því liver hlut á að máli — sé liin
fullnægjandi endalykt rökleiðslu þeirra. Ég get sjálfur gripið
til sams konar rökleiðslu: Kristindómurinn er bölsýnn varð-
andi manninn en bjartsýnn varðandi mannleg örlög. Nú, jæja,
ég get sagt að þótt ég sé bölsýnn varðandi mannleg örlög, þá
er ég bjartsýnn varðandi manninn. Og þetta segi ég ekki í
nafni mannúðarstefnunnar, sem mér virðist alltaf að sé lielzti
skammfeðm, lieldur í krafti þeirrar vanþekkingar, sem leitast
við að neita engu.
Þetta þýðir það, að bæði orðin: bölsýni og bjartsýni, þarfnast
þess að vera skilmerkilega skýrgreind, og unz oss tekst það,
ber oss að gefa meiri gaum að því, sem sameinar oss en liinu,
sem skilur oss.
Ég ætla, að nú bafi ég sagt allt, sem ég lief að segja. Vér liorf-
umst í augu við liið illa. Og bvað mig snertir fer mér líkast og
Ágústínusi, áður en bann varð kristinn, er lionum varð að orði:
„Ég reyndi að grafast fyrir rætur liins illa og varð ekkert
ágengt“. En á hinn bóginn er það satt, að ég og nokkrir aðrir
vitum, hvað verður að gera, til þess að bæta, að minnsta kosti
ekki á liið illa, ef ekki er unnt að draga úr því. Vera má, að
vér getum ekki varnað því, að þessi veröld sé heimur, þar
sem börnum er misþyrmt. En vér getum dregið úr tölu þeirra
barna, sem verða fyrir misþyrmingum. Og ef þér bjálpið oss
ekki, hverjir í heiminum geta þá lagt oss lið?
Nú er hafinn liarla ójafn leikur milli afla ógnanna og
afla viðræðnanna. Ég lief ekkert nema sennilegar ágizkanir að